Ingi Björn Guðnason | laugardagurinn 11. nóvember 2023
Fimm mínútur í jól - Hátíðartónleikar í Edinborgarhúsinu
Meira
Ingi Björn Guðnason | laugardagurinn 11. nóvember 2023
Ingi Björn Guðnason | laugardagurinn 11. nóvember 2023
Laugardaginn 18. nóvember kl. 16:00 verður bókmenntavakan Opin bók haldin í Edinborgarsal Edinborgarhússins. Opin bók er árviss viðburður í menningarlífnu á Ísafirði þar sem rithöfundar koma fram og lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum. Boðið verður upp á kaffi og smákökur undir lestrinum. Bóksali frá Eymundsson mætir á svæðið.
Ingi Björn Guðnason | föstudagurinn 6. október 2023
Í tilefni útgáfu bókarinnar Menning við ysta haf: Lesið í sköpunarkraft Vestfjarða og Stranda verður blásið til útgáfufögnuðar á Ísafirði.
Ingi Björn Guðnason | þriðjudagurinn 19. september 2023
Ingi Björn Guðnason | mánudagurinn 14. ágúst 2023
Seinni hluta ágústmánaðar blæs Edinborgarhúsið til glæsilegrar jazzdagskrár. Fram koma þrjár hljómsveitir sem allar eiga það sameiginlegt að koma einnig fram á Jazzhátíð Reykjavíkur sem fram fer í mánuðinum.
Ingi Björn Guðnason | mánudagurinn 19. júní 2023
Í tilefni af útkoma þriðju sólóplötu Ife Tolentino leggur hann ásamt Óskari Guðjónssyni land undir fót í lok júní. Á dagskránni eru frumsamin lög af plötunum ásamt minna þekktum klassískum meistarverkum síðustu aldar í nýjum búningi.
Ingi Björn Guðnason | þriðjudagurinn 13. júní 2023
Tónlistarhátíðin Við Djúpið stendur yfir á Ísafirði dagana 17. til 21. júní. Edinborgarhúsið er samstarfsaðili hátíðarinnar og verða þrennir hádegistónleikar í Bryggjusal dagana 19.-21. júní.
Ingi Björn Guðnason | þriðjudagurinn 9. maí 2023
Miðvikudaginn 10. maí kl. 14:30-15:30, verður opnun sýningar í Edinborgarhúsinu á lokaverkefnum nemenda í áfanganum formfræði og fjarvídd við Menntaskólann á Ísafirði.
Ingi Björn Guðnason | föstudagurinn 31. mars 2023
Katrín Björk Guðjónsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í Edinborgarhúsinu og Edinborg Bistro, laugardaginn 1. apríl kl. 15:00 í tilefni af þrítugsafmæli sínu.
Ingi Björn Guðnason | mánudagurinn 20. mars 2023
Hljómsveitin ADHD heldur tónleika í Edinborgarhúsinu, þriðjudaginn 11. apríl kl. 20:30. Þriðjudagur eftir páska er mögulega þreyttasti dagur ársins á Ísafirði eftir skíðaviku og Aldrei fór ég suður. En þá er upplagt að lyfta sér upp með ADHD. Tilvalið fyrir eftirlegukindur, þreytta og þunna að skella sér á tónleika.