Ife Tolentino og Óskar Guðjónsson
Í tilefni af útkoma þriðju sólóplötu Ife Tolentino leggur hann ásamt Óskari Guðjónssyni land undir fót í lok júní. Á dagskránni eru frumsamin lög af plötunum ásamt minna þekktum klassískum meistarverkum síðustu aldar í nýjum búningi. Dúóið hefur leikið saman í 24 ár, en þeir kynntust þegar óskar bjó í London og leitaði uppi besta túlkanda brasílíutónlistar til að nema af. Við fyrstu kynni varð til mjög sterk tening við tónlistina og vinátta sem einungis hefur dýpkað. Geta þeirra til að skilja tilfinngu hvors annars fyrir tónlistinni er ein aðalástæða farsæls samstarfs. Það ríkir nátturuleg mannleg gleði inn í braselísku sönglögunum og þar dvelja Ife og Óskar á tónleikum sínum.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og fara fram í Bryggjusal.
Miðaverð: 3.000 kr.
Miðasala á Stubbi (smáforrit) og við innganginn.
Staðsetning og tími: Bryggjusal 23. júní kl. 20:30