Samband English

Aðstaðan

Edinborgarhúsið býður upp á aðstöðu fyrir alls kyns mannfagnaði. Eftir 15 ára endurreisnarstarf er húsið nú tilbúið til að sinna því hlutverki sem hinir nýju eigendur ætluðu því: ...að stuðla að aukinni fjölbreytni í mannlífi á Vestfjörðum.

Edinborgarhúsið er samtals um 1.700m² á þremur hæðum. Þar af er jarðhæðin rúmir 1000m².

Á jarðhæðinni er að finna Edinborgarsal sem er rúmlega 221m². Hér er fjölnota salur, sem býður upp á góða aðstöðu fyrir leiksýningar, tónleika, ráðstefndur, fundi, málþing, kaupstefnur og fleira. Hægt er að tengja salin við smærri sal Bryggjusal sem er 219m².  Á sömu hæð er veitingahúsið „Edinborg Bistro Café Bar“ sem tekur um 100 manns við borð.

Í suðurenda á 2. hæð er Rögnvaldarsalur 114m², ásamt tveimur smærri sölum, sem eru 55m² og 45m². Auk þess að vera kennslusalir listaskólans henta þeir til mannamóta í sinni víðustu mynd. Í norðurenda á sömu hæð eru svalir yfir Edinborgarsal og tæknirými salarins.

Vinna stendur yfir á 3. hæð í risi.  Þar verða tveir salir samtals 141m². Risið er einstaklega fallegt þar sem það er undir reisulegu háaloftinu.  Auk mannamóta munu félög geta fengið aðstöðu undir starfsemi sína, - eins og gerðabækur og fundarhamarinn.

© Edinborg Menningarmiðstöð
Merki DressUpGames