Samband English

RIFF smiðja á Púkanum

UngRIFF og Edinborgarhúsið efna til samstarfs á Púkanum.
UngRIFF og Edinborgarhúsið efna til samstarfs á Púkanum.
1 af 2
UngRIFF stendur fyrir Stuttmyndasmiðju fyrir 9. bekk Grunnskóla Ísafjarðar sem haldin er í Edinborgarhúsinu á Púkanum, barnamenningarhátíð Vestfjarða. Í smiðjunni fá læra þau grundvallar undirstöður í kvikmyndagerð, Handritasmiðju, leikstjórn, myndatöku og klippingu. 
 
Smiðjan er haldin dagana 19. til 21. september í Edinborgarhúsinu og leiðbeinandi er Erlingur Óttar Thoroddsen, handritshöfundur og leikstjóri.
 
 
Erlingur lauk MFA námi í kvikmyndaleikstjórn við Columbia University árið 2013 þar sem hann gengdi einnig hlutverki aðstoðarstjórnanda kvikmyndahátíðar háskólans. 
 
Lokaverkefnin hans, stuttu hrollvekjurnar Child Eater og The Banishing, nutu vinsælda á kvikmyndahátíðum og voru sýndar m.a. á South By Southwest og Screamfest, þar sem Erlingur fékk verðlaun fyrir bestu leikstjórn. Erlingur vann Child Eater áfram yfir í kvikmynd í fullri lengd á ensku sem var heimsfrumsýnd sem lokamyndin á Brooklyn Horror Film Festival haustið 2016 og var valin til að taka þátt í hinum vinsæla viðburði Horror Night á Stockholm International Film Festival sama ár.
 
Önnur kvikmynd Erlings í fullri lengd, hin íslenska Rökkur, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í febrúar 2017, sem lokamynd hátíðarinnar. Síðan þá hefur hún verið sýnd á rúmlega 40 hátíðum um allan heim, þar á meðal BFI London Film Festival, FilmFest München, New Orleans Film Festival, Fantastic Fest og Outfest í Los Angeles, þar sem hún vann verðlaun fyrir listrænt afrek.
 
Árið 2019 skrifaði Erlingur handritið af kvikmyndinni MIDNIGHT KISS sem var samframleiðsla Blumhouse Productions og Hulu. Myndinni var leikstýrt af Carter Smith (THE RUINS) og var frumsýnd á streymisveitu Hulu í lok árs 2019. 
 
Hann snéri svo aftur til Íslands þar sem hann skrifaði og leikstýrði spennutryllinum KULDA sem byggir á samnefndri metsölubók Yrsu Sigurðardóttur. Myndin var frumsýnd september 2023 og fór beint á topp íslenska aðsóknarlistans. 
 
Erlingur skrifaði einnig og leikstýrði kvikmyndinni THE PIPER sem var framleidd af Millennium Media og er áætlað að hún komi út í Bandaríkjunum haustið 2023. 

Staðsetning og tími: Edinborgarhúsið 2. júlí - 1.september

© Edinborg Menningarmiðstöð
Merki DressUpGames