Samband English

Menningarmiðstöðin Edinborg

Margvíslegir menningarviðburðir hafa átt sér stað í húsinu um árabil. Á síðustu árum hefur húsið hýst hvorutveggja fasta viðburði menningarmiðstöðvarinnar og uppáfallandi viðburði af ýmsu tagi sem allt of langt yrði að telja upp. Fulltrúar eigenda hússins skipa með sér stjórn menningarmiðstöðvarinnar og ákveða dagskrá hennar.

Litli Leikklúbburinn var stofnaður árið 1965 af ungu fólki á Ísafirði. Síðustu árin hefur húsnæðisskortur hamlað starfseminni, en nú hillir undir framtíðarhúsnæði leikklúbbsins í Edinborgarhúsinu. Klúbburinn hefur sett upp fjölda leikrita í áranna rás og oftast fengið prýðilegar móttökur. Hinn nýi salur í Edinborgarhúsinu mun marka þáttaskil í sögu Litla leikklúbbsins og má vænta margra skemmtilegra sýninga á næstu árum.

Myndlistarfélagið á Ísafirði var stofnað árið 1985 og starfrækti lengst af sýningarsalinn Slunkaríki. Í Slunkaríki voru settar upp á annað hundrað sýninga. Félagið stóð snemma fyrir námskeiðum í myndlist eða þangað til listaskólinn var stofnaður. Félagið mun standa fyrir sýningum í Edinborgarhúsinu líkt og það gerði í Slunkaríki þó að það verði kannski með öðru sniði en áður var.

Skrifstofa Menningarmiðstöðvarinnar er á annarri hæð í Edinborgarhúsinu. Einnig er hægt að ná í starfsmann með tölvupósti edinborg@edinborg.is

© Edinborg Menningarmiðstöð
Merki DressUpGames