Samband English
Jón Sigurpálsson Jón Sigurpálsson | mánudagurinn 18. október 2021

Rannveig Jónsdóttir sýnir Vá

Háskaleikur fylgir lífinu með snjóflóðavá. Ótal flóð falla á ári hverju en oftast valda þau engu tjóni, spennan er þó ávallt til staðar og möguleikinn á að váin breytist í hamfarir.

Rannveig Jónsdóttir (f. 1992), býr og starfar á Ísafirði. Rannveig leggur áherslu á hljóð, skúlptúr og texta/frásögn í verkum sínum. Hún skapar innsetningar sínar út frá samtali rannsókna og skáldskapar þar sem hún veltir fyrir sér mannlegum raunum, með sérstakan áhuga á tilhneigingu mannsins til að taka stjórn á hverfulleikanum sem oftar en ekki endar í kómískri uppgjöf. 

Rannveig lauk námi frá sjónlistardeild Myndlistarskóla Reykjavíkur (2014), síðar BA námi frá Listaháskóla Íslands (2017) og MFA námi frá Listaháskólanum í Malmö (2019) þar sem hún hlaut styrk Edstrandska Foundation fyrir útskriftarverkefni sitt. Rannveig hefur tekið þátt í sýningum bæði hér á landi og erlendis.  

Jón Sigurpálsson Jón Sigurpálsson | mánudagurinn 18. október 2021

Lög úr ýmsum áttum á veturnóttum í Rögvaldarsal

Sigrún Pálmadóttir, sópran, Bergþór Pálsson, barítón og Margrét Gunnarsdóttir píanóleikari flytja létt lög úr ýmsum áttum föstudaginn 22. október kl. 12:00 í Rögnvaldarsal. Aðgangur ókeypis.

Jón Sigurpálsson Jón Sigurpálsson | föstudagurinn 8. október 2021

Ari Eldjárn prófar nýtt grín

Ari Eldjárn leggur land undir fót í fyrsta skipti í tvö ár, verður á Ísafirði og stendur þar fyrir skemmtilegri og tilraunakenndri uppistandssýningu þar sem hann prófar nýtt grín. Sýningin varir í um klukkustund þar sem Ari fer á flug með áður óbirt efni.

Sumt verður lesið af blöðum, annað samið á staðnum og brandaranir ýmist fyndnir eða ekki. Hér er um að ræða einstakt tækifæri til að reka augun inn á verkstæðið og sjá hvernig uppistand verður til og slípast.

Hver og ein sýning er einstök. Áheyrendur upplifa atriði sem ekki verða endurtekin en sjá líka frumdrög að stærri atriðum sem verða flutt í sýningum á borð við Áramótaskopið.

Missið ekki af áhugaverðri tilraun þar sem allt fær að fljúga!

Verð kr. 3.900,-

Miðasala á Tix.is

Jón Sigurpálsson Jón Sigurpálsson | mánudagurinn 20. september 2021

Kosningasýning Kristjáns Guðmundssonar

Kristján Guðmundsson

Laugardaginn 25. september 2021, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu í samvinnu við Slunkaríki á Ísafirði.  Kristján opnaði fyrst sýningu í Slunkaríki á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast hefð fyrir því að listamaðurinn komi vestur með sýningu þegar kosið er til alþingis.

Kristján Guðmundsson (1941) hóf listferil sinn snemma á sjöunda áratug síðustu aldar.  Hann varð stofnfélagi í SÚM – hópi ungra framsækinna listamanna sem vann með nýja nálgun sem þá var að ryðja sér til rúms í myndlistinni.

Hann bjó í Hollandi á áttunda áratugnum og komst þá í nánari tengsl við þá strauma og stefnur sem voru ráðandi í listheiminum á þeim tíma.

Kristján hefur búið á Íslandi síðan 1979.  Hann er í hópi virtustu listamanna þjóðarinnar, list hans hefur verið lýst þannig að hún er bæði í takt við þær hefðir sem ráðið hafa ferðinni í vestrænni samtímalist á seinni hluta síðustu aldar og er jafnframt merkilegt innlegg í margbrotið tímabil abstrakt- og konsept-listar eftirstríðsáranna hér á landi.

Verk hans einkennast af einfaldri og formfastri framsetningu í bland við ljóðrænu þar sem iðulega bregður fyrir heimspekilegri nálgun og djúpri og ísmeygilegri kímni.

Hann var fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum 1993 og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir list sína, m.a. sænsku Carnegie verðlaunin.

Sýning Kristjáns opnar kl. 16 laugardaginn 25. september og er opin fimmtudaga-föstudaga kl. 16-18 og eftir samkomulagi.

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða og Ísafjarðarbær styrkja rekstur Gallerís Úthverfu og Slunkaríkis.

Komin er út ný söngplata með tíu lögum sem Tómas R. Einarsson hefur gert við kvæði ýmissa skálda; Lindu Vilhjálmsdóttur, Sveinbjörns I. Baldvinssonar, Halldórs Laxness, Kristínar Svövu Tómasdóttur, Steins Steinarr, Sigfúsar Daðasonar og Ingibjargar Haraldsdóttur.  Efni ljóðanna er ást og tregi og söknuður.

Ragnhildur Gísladóttir syngur öll lögin en hljóðfæraleikarar eru auk bassaleikarans Tómasar Ómar Guðjónsson á gítar, Davíð Þór Jónsson á píanó og hammondorgel og Magnús Trygvason Elíassen á trommur og slagverk.

Tvennir útgáfutónleikar verða á Jazzhátíð Reykjavíkur 3. september í Hörpu, auk þess sem hljómsveitin heldur tónleika í Edinborgarhúsinu, Ísafirði 9. september kl. 20:30.

Titill plötunnar, Ávarp undan sænginni, er sóttur í samnefnt ljóð Kristínar Svövu Tómasdóttur: ...Er þessi dagur bæði upphaf og endir / eins og honum ber að vera / eða hlykkjast hann eftir hringveginum / eins og dagarnir á undan honum / og dagarnir á undan dögunum á undan honum...?

Miðasala á Tix.is

 

The bass player/composer Tómas R. Einarsson will release a new record in August, including compositions he has written to poems of different poets. Einarsson has released various records with singers, but here the focus is on love and melancholy. The music includes many boleros and ballads as well as some more danceable Latin tunes.

For this record Einarsson assembled a stellar cast; the singer Ragnhildur Gísladóttir, is one of the most popular Icelandic singers for the last 40 years and Ómar Guðjónsson guitar, Davíð Þór Jónsson piano and hammond organ and Magnús Trygvason Elíassen, drums and percussion, are well known from various

The title of the record, A call from under the covers, is from a poem by Kristín Svava Tómasdóttir (b. 1985).

Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | miðvikudagurinn 21. júlí 2021

Midnight Sun

Gestavinnustofur ArtsIceland í samstarfi við Menningarmiðstöðina Edinborg bjóðum ykkur velkomin á opnun sýningar Sean Russell Hallowell MIDNIGHT SUN á sunnudaginn 25. júlí Kl. 16-18 í stóra sal Edinborgarhússins


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | miðvikudagurinn 7. júlí 2021

Söngleikurinn 9-5

Söngleikurinn 9 til 5 verður frumsýndur í Edinborgarhúsinu föstudaginn 9. júlí. Það er hópur ungra vestfirskra listamanna sem stendur að þessari skemmtilegu sýningu sem byggir á samnefndri kvikmynd með tónlist eftir Dolly Parton.


Meira
Jón Sigurpálsson Jón Sigurpálsson | mánudagurinn 28. júní 2021

Ný verk

Sigríður Ásgeirsdóttir (Systa) opnar sýninguna Ný verk í Edinborgarhúsinu 9. júlí kl. 17:00.

Systa er þekkt fyrir steind glerlistaverk og er slíkt verk hennar í kapellu sjúkrahússins á Ísafirði. Sýningin Ný verk eru unnin með akrýl og vatnslit á pappír. Náttúra Íslands, himinn og haf er innblástur verka hennar og spilar birtan mikilvægt stef á sama hátt og í glerverkunum. 

Sigríður hefur starfað við glerlist í áratugi og verk eftir hana er að finna víða, hér heima og erlendis. Hún lagði stund á myndlistarnám í Reykjavik og síðar við Edinburgh College of Art. Hún hefur haldið á annan tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Verk eftir hana eru víða í einkasöfnum í Evrópu, Japan, Nýja Sjálandi, Bandaríkjunum og Indlandi. Hún hefur unnið fjölda steindra glugga fyrir einkaaðila hér heima og erlendis.

Verk eftir Sigríði á opinberum stöðum eru m.a. í Norræna húsinu, Þjóðarbókhlöðunni, Íslandsbanka, Sjúkrahúskapellunum á Ísafirði og í Vestmannaeyjum, Hafnarhúsinu við Reykjavíkurhöfn, Barnaskólanum á Húsavík og Langholtskirkju í Reykjavík.

Sýningin verður opin kl. 13:00 – 18:00 alla virka daga fram í miðjan ágúst.

 

Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | miðvikudagurinn 2. júní 2021

Sigmar Matthíasson - Meridian Metaphor

Í júní kemur út ný hljómplata frá bassaleikaranum Sigmari Þór Matthíassyni en platan er gefin út af Reykjavík Record Shop. Af því tilefni blæs Sigmar og hljómsveit hans til tónleika í Edinborgarhúsinu á Ísafirði sunnudagskvöldið 6. júní.


Meira
Jón Sigurpálsson Jón Sigurpálsson | þriðjudagurinn 18. maí 2021

Uppskeruhátíð LRÓ í dansi og tónlist

1 af 2

Uppskeruhátíð tónlistar. Tónleikar píanónemenda í Bryggjusal 28. maí kl 18:00

Uppskeruhátíð yngri nemenda í dansi verður í Edinborgarsal 1. júní kl 17:00

Árstíðirnar.

Sýning yngri dansnemenda (3-8 ára). Sýningin er aðallega ætluð foreldrum en aðrir eru velkomnir svo lengi sem áhorfendafjöldi leyfir.

Gosi: 

sýningar eldri nemendanna verða 2. og 3. júní kl 18:00.

• Miðaverð á þær sýningar er aðeins 2.000 krónur.

•Þetta er síðasta sýningin sem Henna stýrir og semur og hvetjum við fólk til að láta hana ekki fram hjá sér fara. Til þessa hafa sýningarnar hennar vakið mikla athygli og verið okkur áhorfendum til mikillar gleði og nemendunum mikil hvatning og lærdómur út í lífið. Það eru þáttaskilum í danskennslu skólans. Okkar ástkæri og vinsæli kennari Henna-Riikka Nurmi er á förum. Hún hefur stofnað sinn eigin dansskóla í heimabæ sínum Lohja í Finnlandi. Í hennar stað kemur annar finnskur danskennari frá Kuopio í Finnlandi. Hún heitir Meeri Mäkinen og er að ljúka BA námi í dansi og hefur bestu meðmæli Hennu. Meeri verður kynnt nánar síðar. 

Eldri færslur
© Edinborg Menningarmiðstöð
Merki DressUpGames