Samband English
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | mánudagurinn 27. október 2025

Tvöföld afmælissýning

Laugardaginn 1. nóvember opnar myndlistarmaðurinn Pétur Guðmundsson sýningu í Gallerí Slunkaríki í Edinborgarhúsinu og Gallerí Úthverfu. Sýningin í Úthverfu opnar kl. 13:30 og í Slunkaríki Edinborgarhússins kl. 14:00. Öll hjartanlega velkomin!

Tilefnið er tvenns konar, 40 ára afmæli Slunkaríkis og 75 ára afmæli listamannsins. Alls mun sýningin telja 75 myndir af ýmsu tagi, allt frá málverkum til teikninga, auk myndskreyttra limra. Sýningin er sölusýning.

Pétur Guðmundsson er ísfirskur myndlistarmaður og einn af stofnendum Slunkaríkis og Myndlsitarfélagsins á Ísafirði. Hann hefur haldið um 70 einka- og samsýningar hér heima og erlendis.

Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | mánudagurinn 27. október 2025

Útgáfuhátíð þriggja barnabóka

Karíba Útgáfa, í samstarfi við Menningarmiðstöðina Edinborg, býður ykkur að fagna útgáfu þriggja nýrra bóka sem koma út á þessu ári.


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | þriðjudagurinn 21. október 2025

Lögin hans Villa Valla - Útgáfuhóf

Þann 23. október kemur út ný nótnabók, Lögin hans Villa Valla, með 32 lögum eftir rakarann tónelska. Lögin eru flest birt með laglínu, hljómum og eftir atvikum texta, en önnur eru í útsetningum fyrir fleiri hljóðfæri. Þá eru nokkur lög prentuð í kórútsetningum. Mörg laganna eru áður óútgefin. Bókina prýða myndir frá löngum ferli Villa Valla og æviágrip.
Gylfi Ólafsson og Rúnar Vilbergsson hafa tekið bókina saman.

Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | föstudagurinn 17. október 2025

Listasmiðjur á Veturnóttum

Á Veturnóttum verður upp á tvær listasmiðjur fyrir börn og fjölskyldur í Edinborgarhúsinu. Þar gefst börnum tækifæri til að föndra, sullast og skapa í notalegu umhverfi.

 


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | þriðjudagurinn 14. október 2025

Nirvana Nevermind Rokkmessa

Nevermind er önnur plata Nirvana – sú sem skaut sveitinni til heimsfrægðar á einni nóttu. Platan kom út 24. september 1991 og hefur selst í yfir 30 milljón eintökum. Nevermind fékk frábæra dóma og er jafnan ofarlega á listum yfir bestu plötur allra tíma. Nirvana hlaut ýmis verðlaun fyrir þennan stórvirka grip. Rokkmessu sveitin, sem spilaði fyrir troðfullu húsi í Háskólabíó síðla árs í fyrra og fyllti bæði Iðnó í apríl og Græna hattinn í júní, flytur Nevermind lögin ásamt slögurum af Bleach, In Utero og fleira góðgæti.


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | fimmtudagurinn 2. október 2025

Ný bók um Akureyrarveikina – kynning í Edinborgarhúsinu

Ísafjörður um það leyti sem faraldurinn geisaði.
Ísafjörður um það leyti sem faraldurinn geisaði.

Laugardaginn 4. október nk. verður Óskar Þór Halldórsson, höfundur nýrrar bókar um svokallaða Akureyrarveiki með kynningu á bók sinni á Patreksfirði og Ísafirði. Kynningin á Patreksfirði verður í Ólafshúsi, Aðalstræti 5, og hefst kl. 11 og á Ísafirði verður kynningin í Edinborgarhúsi kl. 16. Á báðum stöðum segir Óskar Þór frá efni bókarinnar, ekki síst hvernig Akureyrarveikin lék Vestfirðinga grátt.


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | fimmtudagurinn 11. september 2025

Tom Waits - enn 75 ára - sönglagaskemmtun

Ólíkindatólið Tom Waits varð 75 ára síðasta haust og af því tilefni voru haldnir tónleikar honum til heiðurs – sem tókust svo glimrandi vel að hljómsveitin ákvað, eftir ótal áskoranir, að endurtaka leikinn.


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | miðvikudagurinn 27. ágúst 2025

Pavements og tónleikar með Reykjavík!

Dagana 12.–13. september verður boðið upp á einstaka PAVEMENTS-helgi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og í Ísafjarðarbíói. Tilefnið er Íslands-frumsýning kvikmyndarinnar, PAVEMENTS, sem fjallar á ferskan og óhefðbundinn hátt um hina goðsagnakenndu indie hljómsveit Pavement. Hljómsveitin Reykjavík! kemur fram um helgina og sérstakur gestur verður Bob Nastanovich úr Pavement.


Meira

Kvartett Sunnu Gunnlaugs ásamt Marínu Ósk kemur fram á tónleikum undir yfirskriftinni  „Ástin, bjartsýnin og andskotans blaðrið í fólkinu“ en það er jafnframt titill hljómplötu sem kom út á síðasta ári. Tónleikarnir fara fram í Bryggjusal Edinborgarhússins og hefjast kl. 20:30.


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | laugardagurinn 23. ágúst 2025

Quiet Tree tónleikar

Miðvikudaginn 27. ágúst kemur svissneska tríóið Quiet Tree fram á tónleikum í Bryggjusal Edinborgarhússins kl. 20:30.


Meira
Eldri færslur
© Edinborg Menningarmiðstöð
Merki DressUpGames