Samband English

Fiðlarinn á þakinu

Litli leikklúbburinn á Ísafirði sýnir Fiðlarann á þakinu í Edinborgarhúsinu dagana 1.-16. febrúar.

Miðasala og nánari upplýsingar á vef Litla leikklúbbsins.

Fiðlarinn á þakinu er fjörugur, fyndinn og hjartnæmur söngleikur eftir Jerry Bock, Sheldon Harnick og Joseph Stein, sem var fyrst frumsýndur á Broadway 1964. 1971 kom út vinsæl söngvamynd byggð á söngleiknum.

Söngleikurinn er meðal þeirra sem oftast hefur verið settur upp á heimsvísu enda er tónlistin létt og skemmtileg og mörgum kunn. 

Fiðlarinn á þakinu segir frá mjólkurpóstinum Tevje, sem leikinn er af Bergþóri Pálssyni. Verkið gerist árið 1905 í þorpinu Anatevka í Rússlandi þar sem siðvenjur og hefðir eru fyrir öllu. Tevje og Golda konan hans eiga fimm dætur sem allar þurfa eiginmenn. Hjúskaparmiðlari þorpsins gerir sitt besta til að sinna hlutverki sínu en dæturnar hafa aðrar hugmyndir um örlög sín en foreldrarnir, miðlarinn og samfélagið.

Sýningar 1.-16. febrúar

Miðaverð
Fullorðnir: 5.900 kr.
Börn 12 ára og yngri: 3.500 kr.

Staðsetning og tími: Edinborgarhúsinu 1.-16. febrúar

© Edinborg Menningarmiðstöð
Merki DressUpGames