Samband English
Jón Sigurpálsson Jón Sigurpálsson | mánudagurinn 28. júní 2021

Ný verk

Sigríður Ásgeirsdóttir (Systa) opnar sýninguna Ný verk í Edinborgarhúsinu 9. júlí kl. 17:00.

Systa er þekkt fyrir steind glerlistaverk og er slíkt verk hennar í kapellu sjúkrahússins á Ísafirði. Sýningin Ný verk eru unnin með akrýl og vatnslit á pappír. Náttúra Íslands, himinn og haf er innblástur verka hennar og spilar birtan mikilvægt stef á sama hátt og í glerverkunum. 

Sigríður hefur starfað við glerlist í áratugi og verk eftir hana er að finna víða, hér heima og erlendis. Hún lagði stund á myndlistarnám í Reykjavik og síðar við Edinburgh College of Art. Hún hefur haldið á annan tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Verk eftir hana eru víða í einkasöfnum í Evrópu, Japan, Nýja Sjálandi, Bandaríkjunum og Indlandi. Hún hefur unnið fjölda steindra glugga fyrir einkaaðila hér heima og erlendis.

Verk eftir Sigríði á opinberum stöðum eru m.a. í Norræna húsinu, Þjóðarbókhlöðunni, Íslandsbanka, Sjúkrahúskapellunum á Ísafirði og í Vestmannaeyjum, Hafnarhúsinu við Reykjavíkurhöfn, Barnaskólanum á Húsavík og Langholtskirkju í Reykjavík.

Sýningin verður opin kl. 13:00 – 18:00 alla virka daga fram í miðjan ágúst.

 

Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | miðvikudagurinn 2. júní 2021

Sigmar Matthíasson - Meridian Metaphor

Í júní kemur út ný hljómplata frá bassaleikaranum Sigmari Þór Matthíassyni en platan er gefin út af Reykjavík Record Shop. Af því tilefni blæs Sigmar og hljómsveit hans til tónleika í Edinborgarhúsinu á Ísafirði sunnudagskvöldið 6. júní.


Meira
Jón Sigurpálsson Jón Sigurpálsson | þriðjudagurinn 18. maí 2021

Uppskeruhátíð LRÓ í dansi og tónlist

1 af 2

Uppskeruhátíð tónlistar. Tónleikar píanónemenda í Bryggjusal 28. maí kl 18:00

Uppskeruhátíð yngri nemenda í dansi verður í Edinborgarsal 1. júní kl 17:00

Árstíðirnar.

Sýning yngri dansnemenda (3-8 ára). Sýningin er aðallega ætluð foreldrum en aðrir eru velkomnir svo lengi sem áhorfendafjöldi leyfir.

Gosi: 

sýningar eldri nemendanna verða 2. og 3. júní kl 18:00.

• Miðaverð á þær sýningar er aðeins 2.000 krónur.

•Þetta er síðasta sýningin sem Henna stýrir og semur og hvetjum við fólk til að láta hana ekki fram hjá sér fara. Til þessa hafa sýningarnar hennar vakið mikla athygli og verið okkur áhorfendum til mikillar gleði og nemendunum mikil hvatning og lærdómur út í lífið. Það eru þáttaskilum í danskennslu skólans. Okkar ástkæri og vinsæli kennari Henna-Riikka Nurmi er á förum. Hún hefur stofnað sinn eigin dansskóla í heimabæ sínum Lohja í Finnlandi. Í hennar stað kemur annar finnskur danskennari frá Kuopio í Finnlandi. Hún heitir Meeri Mäkinen og er að ljúka BA námi í dansi og hefur bestu meðmæli Hennu. Meeri verður kynnt nánar síðar. 

Jón Sigurpálsson Jón Sigurpálsson | mánudagurinn 17. maí 2021

Spor - danssýning fyrir börn

Sviðslistahópurinn Bíbí og blaka kynnir verkið SPOR, gagnvirka danssýningu fyrir börn frá 5 aldri. 

SPOR  er könnunarleiðangur þar sem leitað er að galdrinum sem felst i orkunni - kraftinum sem býr i öllu. Áhorfendum er  boðið í heim þar sem orkan er allstaðar sjáanleg, heyranleg og snertanleg. Orkan í hafinu, á jörðinni, í geimnum og orkan í okkur sjálfum.

Börnin munu fylgja dansandi óbeisluðum orkugjöfum auk þess að kanna undarlegt umhverfið á eigin vegum. Hvaða orka er það sem kviknar í myrkrinu? Erum við orkusugur eða gefum við jafn mikið og við þiggjum?

Miðasala á TIX.

SPOR er unnið í samstarfi við listamenn frá Noregi, Finnlandi, Grænlandi og Færeyjum og mun ferðast og þróast áfram í Grænlandi og Færeyjum.

Verkið er unnið í samstarfi við NAPA og  styrkt af Mennta- og menningarmálarráðuneytinu - Leiklistarráði, Listamannalaunum, Barnamenningarsjóði, Nordic Culture Fund og Reykjavíkurborg.

Eldri færslur
© Edinborg Menningarmiðstöð
Merki DressUpGames