Samband English

Innritun og verðskrá fyrir skólaárið 2021 og 2022

Hauststarf Lisataskóla Rögnvaldar Ólafssonar er að hefjast. Hægt er að innrita sig með því að senda tölvupóst á listaskoli@edinborg.is eða hringja í síma 864-2998 eða fésbókarsíðu skólans.

Kennt er á píanó, gítar, söng og dans. Danskennslan er fyrir börn frá þriggja ára aldri. Innritun stendur yfir svo lengi sem skólinn getur tekið við.  Danskennslan hefst 1. september.  Hljóðfæra- og söngkennslan 30. ágúst. Við stefnum að því að halda námskeið í myndlist á haustönn. Það verður auglýst nánar síðar. Áhugasömum er bent á að hafa samband í gegnum tölvupóst eða fésbókarsíðu skólans.

Við höfum fengið nýjan danskennara. Hún er frá Finnlandi eins og fyrirrennari hennar. Meeri Mäkinen flutti hingað í júní og var þá nýútskrifuð úr listdansskólanum Stokkhólmi. Hún stundaði skiptinám við Listaháskólann í Reykjavík á síðasta ári og talar smá íslensku. Við bindum miklar vonir við Meeri og bjóðum hana hjartanlega velkomna.

Nánari upplýsingar veitir Margrét Gunnarsdóttir í síma 456 5444 og 864 2998 eða að senda tölvupóst á listaskoli@edinborg.is

Skólagjöld í tónlist skólaárið 2021-2022. 

Verð miðast við önnina

Hljóðfæranám

60 mín á viku verð á önn kr. 47.000,-

30 mín á viku verð á önn kr. 31.000,-

Söngnám

20 ára og yngri.

60 mín á viku með undirleik kr. 62.000,- (mið- og framhaldsnám).

Hlutanám í grunnnámi 45 mín á viku kr. 40.000,-

Eldri en 20 ára kr. 70.000,- (mið- og framhaldsnám)

© Edinborg Menningarmiðstöð
Merki DressUpGames