Umhverfing IV í Edinborgarhúsinu
Þessa dagana stendur yfir sýningin Umhverfing IV í Edinborgarhúsinu sem lýkur þann 1. september. Sýningarröð verkefnisins Umhverfing er ætlað að efla myndlist í öllum landshlutum og sumarið 2022 fer hún fram í Dölunum, Vestfjörðum og á Ströndum.
Menningar- og listrænt gildi verkefnisins er ætlað að gefa fólki kost á að upplifa nútímamyndlist, fræðast um listaverkin og fá tækifæri á samtali við listamennina.
Í Edinborgarhúsinu er skipulagið eftirfarandi:
Á suð-austurvegg hússins úti sýnir Spessi
Á ganginum sýna Kristín Geirsdóttir og Valdimar Jóhannsson (hljóðmynd)
Í Bryggjusal sýna Dóra Árna, Hansína Jensdóttir, Unndór Egill Jónsson og Páll Sólnes
Staðsetning og tími: Edinborgarhúsið 2. júlí - 1.september