Samband English

Rannveig Jónsdóttir sýnir Vá

Háskaleikur fylgir lífinu með snjóflóðavá. Ótal flóð falla á ári hverju en oftast valda þau engu tjóni, spennan er þó ávallt til staðar og möguleikinn á að váin breytist í hamfarir.

Rannveig Jónsdóttir (f. 1992), býr og starfar á Ísafirði. Rannveig leggur áherslu á hljóð, skúlptúr og texta/frásögn í verkum sínum. Hún skapar innsetningar sínar út frá samtali rannsókna og skáldskapar þar sem hún veltir fyrir sér mannlegum raunum, með sérstakan áhuga á tilhneigingu mannsins til að taka stjórn á hverfulleikanum sem oftar en ekki endar í kómískri uppgjöf. 

Rannveig lauk námi frá sjónlistardeild Myndlistarskóla Reykjavíkur (2014), síðar BA námi frá Listaháskóla Íslands (2017) og MFA námi frá Listaháskólanum í Malmö (2019) þar sem hún hlaut styrk Edstrandska Foundation fyrir útskriftarverkefni sitt. Rannveig hefur tekið þátt í sýningum bæði hér á landi og erlendis.  

Staðsetning og tími: Slunkaríki í gangi Edinborgar

© Edinborg Menningarmiðstöð
Merki DressUpGames