Samband English
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | fimmtudagurinn 1. febrúar 2024

Fiðlarinn á þakinu

Fiðlarinn á þakinu er fjörugur, fyndinn og hjartnæmur söngleikur eftir Jerry Bock, Sheldon Harnick og Joseph Stein, sem var fyrst frumsýndur á Broadway 1964. 1971 kom út vinsæl söngvamynd byggð á söngleiknum.

 


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | laugardagurinn 11. nóvember 2023

Áramótaskop Ara Eldjárns

Undanfarin ár hefur Ari Eldjárn komið til okkar í Edinborgarhúsið með svokallaða tilraunasýningu. Þessar sýningar hafa gengið svo vel að nú hefur hann tekið ákvörðun um að koma með fullmótað Áramótaskop, sem sé stærri og enn flottari sýningu! Áramótaskopið fer fram í Edinborgarhúsinu föstudaginn 8. desember kl. 19:00.


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | laugardagurinn 11. nóvember 2023

Fimm mínútur í jól - Hátíðartónleikar í Edinborgarhúsinu

Valdimar Guðmundsson syngur hugljúf jólalög í nýjum útsetningum með hljómsveit sinni, LÓN. Sérstakur gestur: RAKEL.

Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | laugardagurinn 11. nóvember 2023

Opin bók 18. nóvember

Laugardaginn 18. nóvember kl. 16:00 verður bókmenntavakan Opin bók haldin í Edinborgarsal Edinborgarhússins. Opin bók er árviss viðburður í menningarlífnu á Ísafirði þar sem rithöfundar koma fram og lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum. Boðið verður upp á kaffi og smákökur undir lestrinum. Bóksali frá Eymundsson mætir á svæðið.


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | föstudagurinn 6. október 2023

Kvöldvaka í tilefni útgáfu Menning við ysta haf

Í tilefni útgáfu bókarinnar Menning við ysta haf: Lesið í sköpunarkraft Vestfjarða og Stranda verður blásið til útgáfufögnuðar á Ísafirði.


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | þriðjudagurinn 19. september 2023

RIFF smiðja á Púkanum

UngRIFF og Edinborgarhúsið efna til samstarfs á Púkanum.
UngRIFF og Edinborgarhúsið efna til samstarfs á Púkanum.
1 af 2
UngRIFF stendur fyrir Stuttmyndasmiðju fyrir 9 bekk Grunnskóla Ísafjarðar sem haldin er í Edinborgarhúsinu. Í smiðjunni fá læra þau grundvallar undirstöður í kvikmyndagerð, Handritasmiðju, leikstjórn, myndatöku og klippingu. 
 

Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | mánudagurinn 14. ágúst 2023

Jazzdagskrá í ágúst

Seinni hluta ágústmánaðar blæs Edinborgarhúsið til glæsilegrar jazzdagskrár. Fram koma þrjár hljómsveitir sem allar eiga það sameiginlegt að koma einnig fram á Jazzhátíð Reykjavíkur sem fram fer í mánuðinum.


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | mánudagurinn 19. júní 2023

Ife Tolentino og Óskar Guðjónsson

Í tilefni af útkoma þriðju sólóplötu Ife Tolentino leggur hann ásamt Óskari Guðjónssyni land undir fót í lok júní. Á dagskránni eru frumsamin lög af plötunum ásamt minna þekktum klassískum meistarverkum síðustu aldar í nýjum búningi.


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | þriðjudagurinn 13. júní 2023

Hádegistónleikar Við Djúpið

Tónlistarhátíðin Við Djúpið stendur yfir á Ísafirði dagana 17. til 21. júní. Edinborgarhúsið er samstarfsaðili hátíðarinnar og verða þrennir hádegistónleikar í Bryggjusal dagana 19.-21. júní.


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | þriðjudagurinn 9. maí 2023

Sjö punktar

Miðvikudaginn 10. maí kl. 14:30-15:30, verður opnun sýningar í Edinborgarhúsinu á lokaverkefnum nemenda í áfanganum formfræði og fjarvídd við Menntaskólann á Ísafirði.


Meira
Eldri færslur
© Edinborg Menningarmiðstöð
Merki DressUpGames