Gosi Á floti - útgáfutónleikar
Nýverið kom út ný breiðskífa Gosa: Á floti, bæði stafrænt og á vinyl. Að því tilefni er blásið til útgáfutónleika á uppstigningadag 29. maí, þar sem stórsveit Gosa leikur plötuna í heild sinni, og ætli það fái ekki eitthvað eldra efni að slæðast með líka.
Vinyll til sölu og bolir, og bara stuð og stemmari!
3000kr inn, selt við hurð.
Staðsetning og tími: Edinborgarsalur kl. 20:30, 29. maí