Sjö punktar
Miðvikudaginn 10. maí kl. 14:30-15:30, verður opnun sýningar í Edinborgarhúsinu á lokaverkefnum nemenda í áfanganum formfræði og fjarvídd við Menntaskólann á Ísafirði.
Nemendurnir hafa unnið að lokaverkefni síðust vikur, megin útgangspunkturinn er formfræði og fjarvídd. Nemendur vinna verk út frá námi vetrarins sem fól í sér hlutateikningu, klippimyndir, fjarvídd, formfræði og skapandi vinnu. Fjölbreytt verk verða á sýningunni þar sem hver og einn vinnur út frá sinni persónulegu nálgun.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Staðsetning og tími: Edinborgarhúsið 10. maí kl. 14:30-15:30