Hádegistónleikar Við Djúpið
Tónlistarhátíðin Við Djúpið stendur yfir á Ísafirði dagana 17. til 21. júní. Edinborgarhúsið er samstarfsaðili hátíðarinnar og verða þrennir hádegistónleikar í Bryggjusal dagana 19.-21. júní.
Auk hádegistónleikanna eru á dagskrá 5 hátíðartónleikar í Hömrum, öll kvöld kl. 20. Til viðbótar eru aðrir tónleikar en hátíðin hefst í Blómagarðinum, Austurvelli, kl. 17 á þjóðhátíðardaginn með pikknikk-tónleikum.
Hægt er að kaupa miða á einstaka tónleika en hagstæðast er að kaupa hátíðarpassa. Meira um miðasöluna á vefsíðu Við Djúpið.
Einnig er hægt að kaupa miða beint í hlekknum hér að neðan.
Staðsetning og tími: Bryggjusal 19.-21. júní kl. 12:15