Samband English
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | föstudagurinn 9. september 2022

Góðan daginn faggi!

Góðan daginn faggi sló sannarlega í gegn í Þjóðleikhúsinu á liðnu leikári, með yfir 40 uppseldum sýningum, einróma lofi gagnrýnenda og Grímutilnefningum. Sýnt verður í Edinborgarhúsinu á Ísafirði 28. september kl. 20 og verður boðið upp á stuttar umræður fyrir áhugasama að sýningu lokinni.
 

Meira
Snævar Sölvi Sölvason Snævar Sölvi Sölvason | þriðjudagurinn 19. júlí 2022

Kristján Martinsson heldur útgáfutónleika

Áður en tónskáldið Kristján Martinsson treður upp á Reykjavík Jazz Festival mun hann halda útgáfutónleika í Edinborgarhúsinu fimmtudagskvöldið 4. ágúst kl. 20:00.


Meira
Snævar Sölvi Sölvason Snævar Sölvi Sölvason | fimmtudagurinn 14. júlí 2022

Umhverfing IV í Edinborgarhúsinu

Þessa dagana stendur yfir sýningin Umhverfing IV í Edinborgarhúsinu sem lýkur þann 1. september. Sýningarröð verkefnisins Umhverfing er ætlað að efla myndlist í öllum landshlutum og sumarið 2022 fer hún fram í Dölunum, Vestfjörðum og á Ströndum.


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | þriðjudagurinn 14. júní 2022

Wako jazzband heldur tónleika 18. júní

Wako spilar í Edinborgarhúsinu laugardaginn 18. júní.
Wako spilar í Edinborgarhúsinu laugardaginn 18. júní.

Norska jazzbandið Wako hefur leikið á yfir 100 tónleikum um heim allan síðustu ár og munu loksins koma vestur og halda tónleika í Edinborgarhúsinu laugardagskvöldið 18.júní kl. 21:00.


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | þriðjudagurinn 3. maí 2022

Þjóðlagatríó Ásgeirs Ásgeirssonar

Þjóðlagatríó Ásgeirs Ásgeirssonar heldur tónleika í Edinborgarhúsinu föstudaginn 6. maí kl. 20:00. Tríóið mun leika íslensk þjóðlög í útsetningum Ásgeirs. 

Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | þriðjudagurinn 26. apríl 2022

Þjóðleikhúsið sýnir Prinsinn

Þriðjudaginn 3. maí sýnir Þjóðleikhúsið, í samstarfi við Frystiklefann á Rifi, nýtt íslenskt leikrit, Prinsinn, í Edinborgarhúsinu. Verkið er eftir þau Maríu Reyndal og Kára Viðarsson og byggir á sönnum atburðum.


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | þriðjudagurinn 29. mars 2022

Tónsaga í Edinborgarhúsinu

Það má segja að fjölbreytni sé ráðandi í viðburðinum sem fram fer 2. apríl kl. 17.00 í Edinborgarhúsinu.
Auk Kolbeins Jóns Ketilssonar söngvara og Matthildar Önnu Gísladóttur sem leika mun með honum á píanó, verða flutt 2 stutt dansverk eftir Láru Stefánsdóttur þar sem Marinó Máni Mabazza mun dansa.

 


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | sunnudagurinn 13. mars 2022

Fyrirlestur um Gervigreind - Leiksýning

Leiksýningin Fyrirlestur um Gervigreind verður sett upp í Edinborgarhúsinu í mars. Tvær sýningar eru í boði laugardginn 26. mars, kl. 18:00 og 20:00.


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | mánudagurinn 22. nóvember 2021

Opin bók í Edinborgarhúsinu

Laugardaginn 27. nóvember verður bókmenntavakan Opin bók haldin í Edinborgarsal Edinborgarhússins. Í eðlilegu árferði hafa mætt vel rúmlega 100 manns á upplestrardagskrá Opinnar bókar. Í ár ætlum við að halda okkar striki en getum við því miður ekki tekið á móti nema 50 manns, vegna samkomutakmarkana og verða þeir allir að vera skráðir.


Meira
Jón Sigurpálsson Jón Sigurpálsson | mánudagurinn 18. október 2021

Rannveig Jónsdóttir sýnir Vá

Háskaleikur fylgir lífinu með snjóflóðavá. Ótal flóð falla á ári hverju en oftast valda þau engu tjóni, spennan er þó ávallt til staðar og möguleikinn á að váin breytist í hamfarir.

Rannveig Jónsdóttir (f. 1992), býr og starfar á Ísafirði. Rannveig leggur áherslu á hljóð, skúlptúr og texta/frásögn í verkum sínum. Hún skapar innsetningar sínar út frá samtali rannsókna og skáldskapar þar sem hún veltir fyrir sér mannlegum raunum, með sérstakan áhuga á tilhneigingu mannsins til að taka stjórn á hverfulleikanum sem oftar en ekki endar í kómískri uppgjöf. 

Rannveig lauk námi frá sjónlistardeild Myndlistarskóla Reykjavíkur (2014), síðar BA námi frá Listaháskóla Íslands (2017) og MFA námi frá Listaháskólanum í Malmö (2019) þar sem hún hlaut styrk Edstrandska Foundation fyrir útskriftarverkefni sitt. Rannveig hefur tekið þátt í sýningum bæði hér á landi og erlendis.  

Eldri færslur
© Edinborg Menningarmiðstöð
Merki DressUpGames