Midnight Sun
Gestavinnustofur ArtsIceland í samstarfi við Menningarmiðstöðina Edinborg bjóðum ykkur velkomin á opnun sýningar Sean Russell Hallowell MIDNIGHT SUN á sunnudaginn 25. júlí Kl. 16-18 í stóra sal Edinborgarhússins.
Verkið er afrakstur sex vikna dvalar Sean í gestavinnustofum ArtsIceland. MIDNIGHT SUN er grípandi hljóð og mynd- innsetning sem sameinar skrásetningarmyndir af íslensku umhverfi og hljóð- og myndmyndstri úr hljóðgervlum sem listamaðurinn smíðaði. Titillinn vísar í íslenskt sumarfyrirbæri, hábjartan dag á miðnætti sem Íslendingar þekkja vel. Þó ferðamenn séu hvattir til að ferðast langar vegalengdir til að upplifa miðnætursólina, þá er hún, frá kosmísku sjónarhorni, ekkert sérstök. Jörðin er nokkurn vegin í sömu fjarlægð frá sólu og hreyfist og snýst á sama hraða. Það er halli jarðarinnar þegar hún snýst um ás hennar, ákveðið sjónarhorn, sem gefur þessi áhrif. Þetta er kjarni verksins, að taka burt brenglandi áhrif sem sjónarhorn okkar manna hefur á hugmynd okkar um veruleikann. Með því að yfirfæra í hljóðmynd samsvörun örsveifla gamaldags sjónvarpsskjáa og stór-tímalegra ferla sem liggja til grundvallar jarðfræðilegra strúktúra, afhjúpar MIDNIGHT SUN landslag tónlistar og gerir tónlistina áheyrilega. Verkið færir okkur fjær því að tengjast náttúrunni á hlutlægan hátt og skorar frekar á okkur að tengjast henni á jarðtengdari hátt.
Sean Russell Hallowell er tónlistarmaður og tónskáld frá San Francisco. Hann leggur áherslu á tilraunakennda móderníska raftónlist frá sjónarhorni upprunarannsókna og miðaldatónfræða. Hann sækir innblástur í úreltra fjölmiðlunartækni, t.d. gamlar kasettur og túbusjónvörp sem hann telur búa yfir talsverðri orku. Tónverk og innsetningar hans hafa verið sýndar á hátíðum víðsvegar í Bandaríkjunum sem og á alþjóðavettvangi í Bretlandi, Suður-Kóreu, Chile, Belgíu og Mexíkó.
Nánari upplýsingar er að finna á seanrusselhallowell.com og hægt er að fylgja honum á @isorhythmics á Instgram.
Staðsetning og tími: 23.07-30.07 2021