Samband English
Snævar Sölvi Sölvason Snævar Sölvi Sölvason | fimmtudagurinn 14. júlí 2022

Umhverfing IV í Edinborgarhúsinu

Þessa dagana stendur yfir sýningin Umhverfing IV í Edinborgarhúsinu sem lýkur þann 1. september. Sýningarröð verkefnisins Umhverfing er ætlað að efla myndlist í öllum landshlutum og sumarið 2022 fer hún fram í Dölunum, Vestfjörðum og á Ströndum.


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | þriðjudagurinn 14. júní 2022

Wako jazzband heldur tónleika 18. júní

Wako spilar í Edinborgarhúsinu laugardaginn 18. júní.
Wako spilar í Edinborgarhúsinu laugardaginn 18. júní.

Norska jazzbandið Wako hefur leikið á yfir 100 tónleikum um heim allan síðustu ár og munu loksins koma vestur og halda tónleika í Edinborgarhúsinu laugardagskvöldið 18.júní kl. 21:00.


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | þriðjudagurinn 3. maí 2022

Þjóðlagatríó Ásgeirs Ásgeirssonar

Þjóðlagatríó Ásgeirs Ásgeirssonar heldur tónleika í Edinborgarhúsinu föstudaginn 6. maí kl. 20:00. Tríóið mun leika íslensk þjóðlög í útsetningum Ásgeirs. 

Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | þriðjudagurinn 26. apríl 2022

Þjóðleikhúsið sýnir Prinsinn

Þriðjudaginn 3. maí sýnir Þjóðleikhúsið, í samstarfi við Frystiklefann á Rifi, nýtt íslenskt leikrit, Prinsinn, í Edinborgarhúsinu. Verkið er eftir þau Maríu Reyndal og Kára Viðarsson og byggir á sönnum atburðum.


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | þriðjudagurinn 29. mars 2022

Tónsaga í Edinborgarhúsinu

Það má segja að fjölbreytni sé ráðandi í viðburðinum sem fram fer 2. apríl kl. 17.00 í Edinborgarhúsinu.
Auk Kolbeins Jóns Ketilssonar söngvara og Matthildar Önnu Gísladóttur sem leika mun með honum á píanó, verða flutt 2 stutt dansverk eftir Láru Stefánsdóttur þar sem Marinó Máni Mabazza mun dansa.

 


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | sunnudagurinn 13. mars 2022

Fyrirlestur um Gervigreind - Leiksýning

Leiksýningin Fyrirlestur um Gervigreind verður sett upp í Edinborgarhúsinu í mars. Tvær sýningar eru í boði laugardginn 26. mars, kl. 18:00 og 20:00.


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | mánudagurinn 22. nóvember 2021

Opin bók í Edinborgarhúsinu

Laugardaginn 27. nóvember verður bókmenntavakan Opin bók haldin í Edinborgarsal Edinborgarhússins. Í eðlilegu árferði hafa mætt vel rúmlega 100 manns á upplestrardagskrá Opinnar bókar. Í ár ætlum við að halda okkar striki en getum við því miður ekki tekið á móti nema 50 manns, vegna samkomutakmarkana og verða þeir allir að vera skráðir.


Meira
Jón Sigurpálsson Jón Sigurpálsson | mánudagurinn 18. október 2021

Rannveig Jónsdóttir sýnir Vá

Háskaleikur fylgir lífinu með snjóflóðavá. Ótal flóð falla á ári hverju en oftast valda þau engu tjóni, spennan er þó ávallt til staðar og möguleikinn á að váin breytist í hamfarir.

Rannveig Jónsdóttir (f. 1992), býr og starfar á Ísafirði. Rannveig leggur áherslu á hljóð, skúlptúr og texta/frásögn í verkum sínum. Hún skapar innsetningar sínar út frá samtali rannsókna og skáldskapar þar sem hún veltir fyrir sér mannlegum raunum, með sérstakan áhuga á tilhneigingu mannsins til að taka stjórn á hverfulleikanum sem oftar en ekki endar í kómískri uppgjöf. 

Rannveig lauk námi frá sjónlistardeild Myndlistarskóla Reykjavíkur (2014), síðar BA námi frá Listaháskóla Íslands (2017) og MFA námi frá Listaháskólanum í Malmö (2019) þar sem hún hlaut styrk Edstrandska Foundation fyrir útskriftarverkefni sitt. Rannveig hefur tekið þátt í sýningum bæði hér á landi og erlendis.  

Jón Sigurpálsson Jón Sigurpálsson | mánudagurinn 18. október 2021

Lög úr ýmsum áttum á veturnóttum í Rögvaldarsal

Sigrún Pálmadóttir, sópran, Bergþór Pálsson, barítón og Margrét Gunnarsdóttir píanóleikari flytja létt lög úr ýmsum áttum föstudaginn 22. október kl. 12:00 í Rögnvaldarsal. Aðgangur ókeypis.

Jón Sigurpálsson Jón Sigurpálsson | föstudagurinn 8. október 2021

Ari Eldjárn prófar nýtt grín

Ari Eldjárn leggur land undir fót í fyrsta skipti í tvö ár, verður á Ísafirði og stendur þar fyrir skemmtilegri og tilraunakenndri uppistandssýningu þar sem hann prófar nýtt grín. Sýningin varir í um klukkustund þar sem Ari fer á flug með áður óbirt efni.

Sumt verður lesið af blöðum, annað samið á staðnum og brandaranir ýmist fyndnir eða ekki. Hér er um að ræða einstakt tækifæri til að reka augun inn á verkstæðið og sjá hvernig uppistand verður til og slípast.

Hver og ein sýning er einstök. Áheyrendur upplifa atriði sem ekki verða endurtekin en sjá líka frumdrög að stærri atriðum sem verða flutt í sýningum á borð við Áramótaskopið.

Missið ekki af áhugaverðri tilraun þar sem allt fær að fljúga!

Verð kr. 3.900,-

Miðasala á Tix.is

Eldri færslur
© Edinborg Menningarmiðstöð
Merki DressUpGames