


Samtal um framtíð Edinborgarhússins
Meira

Tilfinningaleg staðartengsl / Emotional Topography
Velkomin á opnun sýningarinnar „Tilfinningaleg staðartengsl – Söfn fólks á Vestfjörðum“ kl. 15:00 sunnudaginn 18. maí í Bryggjusal.
Meira

Aðalfundur Litla leikklúbbsins
Meira

Púkapodcast - hlaðvarpsgerð fyrir ungmenni
Námskeið í hlaðvarpsgerð fyrir skapandi ungmenni til að læra undirstöðuatriðin í útvarps- og hlaðvarpsframleiðslu. Á námskeiðinu kynnast þátttakendur ólíkum gerðum hlaðvarpa, viðtalstækni og handritsgerð, auk þess sem þeir fá hagnýta reynslu af upptökum og klippingu. Á námskeiðinu þróa þátttakendur sínar eigin hugmyndir og vinna að stuttu innslagi með aðstoð leiðbeinenda.
Námskeið í hlaðvarpsgerð fyrir elsta stig grunnskóla (8.-10. bekk) fer fram í Edinborgarhúsinu í tengslum við Púkann barnamenningarhátíð. Námskeiðið skiptist í tvennt, dagana 31. mars og 1. apríl kl. 17:00 - 19:00 og svo 15. apríl 17:00-19:00. Þar á milli vinna krakkarnir sjálfstætt að handritsgerð og efnissöfnun.
Hámarksfjöldi þátttakenda eru 12 ungmenni.
Leiðbeinandi:
Halla Ólafsdóttir starfaði sem fréttakona á Ísafirði fyrir fréttastofu RÚV á árunum 2015-2019. Síðan þá hefur hún verið sjálfstætt starfandi dagskrárgerðarkona og meðal annars sinnt fjölmörgum verkefnum fyrir dagskrá Rásar 1 og sjónvarps. Dæmi um útvarpsseríur sem Halla hefur gert eru Hyldýpi (2019), Ljósufjöll (2020), Leitin ( 2022) og Tungudalur (2024).

Fimm ljóð útgáfuhóf

Draugar fortíðar í Edinborgarsal
Hlaðvarpið Draugar fortíðar sem stjórnað er af þeim Baldri Ragnarssyni og Flosa Þorgeirssyni hefur vakið mikla athygli og notið gífurlegra vinsælda. Þeir félagar taka fyrir ýmis mál úr mannkynssögunni og nálgast það úr ýmsum áttum á skemmtilegan og lifandi en umfram allt, fræðandi máta. Ekki síst hefur umræða þeirra um geðræn vandamál og andlega heilsu stuðlað að því að þeir eiga dyggan hóp hlustenda.
Draugarnir munu fara víðreist um landið í janúar og heimsækja vel valda staði í öllum landshlutum. Slegið verður upp einstökum Draugar fortíðar kvöldum og munu gestir verða þátttakendur í dagskránni og mögulega enda í sérstökum Draugar fortíðar þætti.
Dagskráin mun skiptast í tvo hluta. Eitt umfjöllunarefnið er flutt á öllum viðkomustöðum en hitt verður staðbundið, þ.e.a.s. umfjöllunarefnið mun snerta sögu og menningu þess staðar sem heimsóttur er. Hvert sem umfjöllunar efnið verður munu þeir Flosi og Baldur kryfja til mergjar á sinn einstaka máta.
VIÐKOMUSTAÐIR
20/01 – SELFOSS | SVIÐIÐ
21/01 – REYKJANESBÆR | HLJÓMAHÖLL
22/01 – EGILSSTAÐIR | SLÁTURHÚSIÐ
23/01 – AKUREYRI | GRÆNI HATTURINN
24/01 – AKRANES | BÍÓHÖLLIN
25/01 – ÍSAFJÖRÐUR | EDINBORGARHÚSIÐ
26/01 - REYKJAVÍK | IÐNÓ

Sextíu kíló
Heimur bókanna opnast
Hallgrímur Helgason er margverðlaunaður metsöluhöfundur sem fangað hefur hug og hjörtu þjóðarinnar með verkum sínum um fólkið í sjávarþorpinu Segulfirði í bókum sínum Sextíu kíló af sólskini, Sextíu kíló af kjaftshöggum og þriðju bókinni, Sextíu kíló af sunnudögum sem væntanleg er nú í haust.
Hallgrímur er kunnur sögumaður og hefur haldið gríðarlega vinsæl námskeið þar sem hann opnar bækurnar upp á gátt fyrir lesendum sínum og nú gerir hann gott betur og býður gestum til sætis í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Á sviðinu rekur hann frásögnina í gegnum skáldsögurnar af alkunnri list, les upp úr bókunum, lyftir hulunni af vinnuferlinu, baksögunum og innblæstrinum og gæðir persónur sínar lífi sem aldrei fyrr. Sýningin er unnin í samvinnu við Borgarleikhúsið.

Lápur, Skrápur og jólaskapið
Lápur, Skrápur og jólaskapið er stórskemmtilegt jólaleikrit eftir Snæbjörn Ragnarsson.
Tröllabræðurnir Lápur og Skrápur hafa verið reknir úr Grýluhelli vegna hrekkjaláta og þurfa að finna jólaskapið áður en dagur rennur og þeir verða að steini.
Leitin ber tröllastrákana til Sunnu litlu mannabarns sem ákveður að hjálpa þeim. Grýla, Gáttaþefur og Leiðindaskjóða koma einnig við sögu.
Sýningartími er um 50 mínútur.
Sýningar 6.-15. desember
Miðaverð 3.000 kr.
