Samband English
Kristinn Gauti Einarsson Kristinn Gauti Einarsson | mánudagurinn 9. desember 2024

Draugar fortíðar í Edinborgarsal

Hlaðvarpið Draugar fortíðar sem stjórnað er af þeim Baldri Ragnarssyni og Flosa Þorgeirssyni hefur vakið mikla athygli og notið gífurlegra vinsælda. Þeir félagar taka fyrir ýmis mál úr mannkynssögunni og nálgast það úr ýmsum áttum á skemmtilegan og lifandi en umfram allt, fræðandi máta. Ekki síst hefur umræða þeirra um geðræn vandamál og andlega heilsu stuðlað að því að þeir eiga dyggan hóp hlustenda.

Draugarnir munu fara víðreist um landið í janúar og heimsækja vel valda staði í öllum landshlutum. Slegið verður upp einstökum Draugar fortíðar kvöldum og munu gestir verða þátttakendur í dagskránni og mögulega enda í sérstökum Draugar fortíðar þætti.

Dagskráin mun skiptast í tvo hluta. Eitt umfjöllunarefnið er flutt á öllum viðkomustöðum en hitt verður staðbundið, þ.e.a.s. umfjöllunarefnið mun snerta sögu og menningu þess staðar sem heimsóttur er. Hvert sem umfjöllunar efnið verður munu þeir Flosi og Baldur kryfja til mergjar á sinn einstaka máta.

VIÐKOMUSTAÐIR

20/01 – SELFOSS | SVIÐIÐ

21/01 – REYKJANESBÆR | HLJÓMAHÖLL

22/01 – EGILSSTAÐIR | SLÁTURHÚSIÐ

23/01 – AKUREYRI | GRÆNI HATTURINN

24/01 – AKRANES | BÍÓHÖLLIN

25/01 – ÍSAFJÖRÐUR | EDINBORGARHÚSIÐ

26/01 -  REYKJAVÍK | IÐNÓ


Miðasala

Kristinn Gauti Einarsson Kristinn Gauti Einarsson | miðvikudagurinn 27. nóvember 2024

Sextíu kíló

 Heimur bókanna opnast

 

Hallgrímur Helgason er margverðlaunaður metsöluhöfundur sem fangað hefur hug og hjörtu þjóðarinnar með verkum sínum um fólkið í sjávarþorpinu Segulfirði í bókum sínum Sextíu kíló af sólskini, Sextíu kíló af kjaftshöggum og þriðju bókinni, Sextíu kíló af sunnudögum sem væntanleg er nú í haust.

 

Hallgrímur er kunnur sögumaður og hefur haldið gríðarlega vinsæl námskeið þar sem hann opnar bækurnar upp á gátt fyrir lesendum sínum og nú gerir hann gott betur og býður gestum til sætis í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Á sviðinu rekur hann frásögnina í gegnum skáldsögurnar af alkunnri list, les upp úr bókunum, lyftir hulunni af vinnuferlinu, baksögunum og innblæstrinum og gæðir persónur sínar lífi sem aldrei fyrr. Sýningin er unnin í samvinnu við Borgarleikhúsið.

Miðasala

Kristinn Gauti Einarsson Kristinn Gauti Einarsson | miðvikudagurinn 27. nóvember 2024

Lápur, Skrápur og jólaskapið

 

Lápur, Skrápur og jólaskapið er stórskemmtilegt jólaleikrit eftir Snæbjörn Ragnarsson.

Tröllabræðurnir Lápur og Skrápur hafa verið reknir úr Grýluhelli vegna hrekkjaláta og þurfa að finna jólaskapið áður en dagur rennur og þeir verða að steini.

Leitin ber tröllastrákana til Sunnu litlu mannabarns sem ákveður að hjálpa þeim. Grýla, Gáttaþefur og Leiðindaskjóða koma einnig við sögu.

Sýningartími er um 50 mínútur.

Sýningar 6.-15. desember

Miðaverð 3.000 kr.

 

Miðasala

litlileik.is

Kristinn Gauti Einarsson Kristinn Gauti Einarsson | mánudagurinn 25. nóvember 2024

Ari Eldjárn: Áramótaskop.

Kæru Ísfirðingar og nærsveitungar,
Nú eru aðeins átta dagar í að ég komi vestur með sýninguna mína Ari Eldjárn: Áramótaskop. Sýningin verður frumsýnd á Ísafirði og ég hlakka mikið til. Miðasala hefur gengið mjög vel en það er enn hægt að kaupa miða. Ég vildi því benda þeim sem hafa áhuga á að koma að verða sér úti um miða sem allra fyrst. Það má gera á hlekknum hér að neðan.
Sjáumst í Edinborgarhúsinu laugardagskvöldið 7. desember!
Ari Eldjárn
 
Kristinn Gauti Einarsson Kristinn Gauti Einarsson | föstudagurinn 15. nóvember 2024

Laugardagshjartað, Tom Waits Sönglagaskemmtun í Edinborgarhúsinu

Ólíkindatólið Tom Waits er að verða 75 ára í desember. Af því tilefni ætla nokkrir valinkunnir vestfirskir listamenn að koma saman og flytja nokkur laga hans á sönglagaskemmtun í Edinborgarhúsinu laugardaginn 23. nóvember. Leikin verða lög frá öllum ferlinum – úr ótrúlega fjölbreyttum hljóðheimi Waits, sem spannar allt frá utangarðsmannablús yfir í suðræna dansmúsík, frá hátimbraðri leikhúsmúsík yfir í fönkskotið industrial noise, frá syngjandi sveiflum yfir í rómantískar píanóballöður og allt þar á milli.
Miðaverð: 4.900 krónur. Miðasala auglýst síðar.
Fram koma:
Skúli mennski (gítar, söngur, bassi)
Sara Hrund Signýjar (píanó, söngur, marimba, slagverk)
Stefán Freyr Baldursson (gítar)
Baldur Páll Hólmgeirsson (cajon, slagverk, drum pad)
Gylfi Ólafsson (klarinetta, píanó)
Gosi (Andri Pétur Þrastarson) (gítar, söngur)
Kristinn Gauti Einarsson (trommur, slagverk)
Eiríkur Örn Norðdahl (bassi, kontrabassi, dobró)
Elín Sveinsdóttir (söngur)
Skúli Hakim-Mechiat (söngur)
Arnheiður Steinþórsdóttir (söngur)
Elfar Logi Hannesson (söngur)
 
Tónleikarnir fara fram laugardaginn 23. nóvember í Edinborgarsalnum og hefjast klukkan 20:30. Miðasala fer fram hér: https://app.glaze.is/t/xSOiCOh5LlSbM6sa4pfa
 
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | föstudagurinn 15. nóvember 2024

Opin bók

Opin bók á degi íslenskrar tungu! Laugardaginn 16. nóvember kl. 16:00 verður bókmenntavakan Opin bók haldin í Edinborgarsal Edinborgarhússins. Þetta er árviss viðburður í menningarlífnu á Ísafirði þar sem rithöfundar koma fram og lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum. Að þessu sinni má einnig gera fastlega ráð fyrir að tónlist ómi um salinn.
 

Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | þriðjudagurinn 1. október 2024

Aðalfundur Edinborgarhússins 2024

Aðalfundur Edinborgarhússins ehf verður haldinn í Bryggjusal þriðjudaginn 15. október 2024, kl. 16:30. Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.

Hlutahafar eru hvattir til að mæta til fundarins.

 

Stjórn Edinborgarhússins.

Kristinn Gauti Einarsson Kristinn Gauti Einarsson | mánudagurinn 27. maí 2024

ÁSGEIR TRAUSTI - Einför um Ísland

Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti fer einsamall um Ísland í sumar þar sem hann kemur fram á 14 tónleikum víðsvegar um landið. Tónleikaferðin hefst í Landnámssetrinu í Borgarnesi þann 27. júní og henni lýkur í Háskólabíói þann 14. september. Tónleikastaðirnir eru fjölbreyttir en Ásgeir kemur m.a. fram í Básum í Þórsmörk, á Hótel Flatey, í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði og Hofi, Akureyri. Miðasala hefst miðvikudaginn 1. maí kl 10:00 á Tix.is. Ókeypis er inn á tónleikana í Flatey og miðar fyrir tónleikana í Básum í Þórsmörk verða seldir á staðnum.

 

27.06 - Landnámssetrið, Borgarnesi
28.06 - Frystiklefinn, Rifi
29.06 - Bíóhöllin, Akranesi
30.06 - Básar, Þórsmörk
02.07 - Blá kirkjan, Seyðisfirði
04.07 - Egilsbúð, Neskaupsstað
05.07 - Húsavíkurkirkja
06.07 - Hof, Akureyri
07.07 - Félagsheimilið, Blönduósi
09.07 - Edinborgarhúsið, Ísafirði
11.07 - Hótel Flatey, Flatey
19.07 - Sviðið, Selfossi
20.07 - Ásbyrgi, Laugarbakka
14.09 - Háskólabíó, Reykjavík

 

Kristinn Gauti Einarsson Kristinn Gauti Einarsson | mánudagurinn 27. maí 2024

MIRJAM MAEKALLE: Sýningaropnun í Slúnkaríki / Opening in Slunkaríki

 
SÝNINGAROPNUN: Litli eistinn sem gat (part I)
Mirjam Maekalle
31.05 – 14.07 2024
Slunkaríki býður gesti velkomna á opnun einkasýningar Mirjam Maekalle; Litli eistinn sem gat (part I). Opnun verður á föstudaginn, 31. maí kl.17.00 í bryggjusal Edinborgarhússins, Ísafirði. Listamaðurinn verður viðstödd opnunina og býður upp á léttar veitingar. Hún verður einnig með sérstakar leiðsagnir á opnunarhelginni sem auglýstar verða betur síðar.
Á sýningunni Litli eistinn sem gat (Part I) vinnur Mirjam Maekalle með ljósmyndir frá æsku sinni í Eistlandi áður en hún flutti með fjölskyldu sinni til Íslands. Lands sem var ekki hluti af tilveru hennar fyrr en árið 2002. Í gegnum myndirnar er fjallað um einstakling í mótun og sambönd hennar við sýna nánustu. Hugað er að sjálfsmynd og breytingum persónuleika þess sem skiptir um umhverfi.
Mirjam Maekalle er myndlistarmaður fædd í Eistlandi og uppalin á Ísafirði en býr í dag í Reykjavík. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2023, einnig hefur hún lokið BA gráðu í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands en þá menntun nýtir hún sér vel í myndlistinni þar sem umfjöllunarefnið gjarnan mannlegt ástand.
 
 
Sýningin hlýtur stuðning úr sumarviðburðasjóði hafna Ísafjarðarbæjar
 
// ENGLISH //
 
OPENING: The Little Estonian Who Could (Part I)
Mirjam Maekalle
31.05 – 14.07 2024
Slunkaríki welcomes guests to the opening of Mirjam Maekalle's solo exhibition "The Little Estonian Who Could (Part I)." The opening will take place on Friday, May 31st at 17:00 in Edinborg Culture House, Ísafjörður. The artist will be present at the opening and will offer light refreshments. She will also provide special guided tours during the opening weekend, which will be announced further later.
In the exhibition "The Little Estonian Who Could (Part I)," Mirjam Maekalle works with photographs from her childhood in Estonia before she moved with her family to Iceland. A land that was not part of her existence until 2002. Through the pictures, the exhibition explores an individual in formation and her relationships with her loved ones. It considers identity and transformations in the personality of someone who changes their environment.
Mirjam Maekalle is an artist born in Estonia and raised in Ísafjörður but now lives in Reykjavík. She graduated with a BA degree in Fine Arts from the Iceland University of the Arts in 2023. She also holds a BA degree in comparative literature from the University of Iceland, a background she effectively utilizes in her artwork where the subject matter often concerns the human condition.
Kristinn Gauti Einarsson Kristinn Gauti Einarsson | fimmtudagurinn 16. maí 2024

Listaskóli LRÓ 30 ára

 5. desember árið 1993 var LRÓ formlega stofnaður. Síðastliðinn desember var skólinn því 30 ára gamall.. Við fögnum því með fernum tónleikum.

 

17. maí verða tónleikar píanó-og söngnemenda kl 18 í Rögnvaldarsal

20. maí verða framhaldsprófstónleikar Sæunnar Sigríðar Sigurjónsdóttur kl 17 í Rögnvaldarsal

22. maí kl 17:30 verða tónleikar söngnemenda í Rögnvaldarsal

27. maí kl 18 verða framhaldsprófstónleikar Rúnu Esradóttur einnig í Rögnvaldarsal

Kennarar eru Guðrún Jónsdóttir söngkona og Margrét Gunnarsdóttir píanóleikari

 

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir

Eldri færslur
© Edinborg Menningarmiðstöð
Merki DressUpGames