Samband English

Uppskeruhátíð LRÓ í dansi og tónlist

1 af 2

Uppskeruhátíð tónlistar. Tónleikar píanónemenda í Bryggjusal 28. maí kl 18:00

Uppskeruhátíð yngri nemenda í dansi verður í Edinborgarsal 1. júní kl 17:00

Árstíðirnar.

Sýning yngri dansnemenda (3-8 ára). Sýningin er aðallega ætluð foreldrum en aðrir eru velkomnir svo lengi sem áhorfendafjöldi leyfir.

Gosi: 

sýningar eldri nemendanna verða 2. og 3. júní kl 18:00.

• Miðaverð á þær sýningar er aðeins 2.000 krónur.

•Þetta er síðasta sýningin sem Henna stýrir og semur og hvetjum við fólk til að láta hana ekki fram hjá sér fara. Til þessa hafa sýningarnar hennar vakið mikla athygli og verið okkur áhorfendum til mikillar gleði og nemendunum mikil hvatning og lærdómur út í lífið. Það eru þáttaskilum í danskennslu skólans. Okkar ástkæri og vinsæli kennari Henna-Riikka Nurmi er á förum. Hún hefur stofnað sinn eigin dansskóla í heimabæ sínum Lohja í Finnlandi. Í hennar stað kemur annar finnskur danskennari frá Kuopio í Finnlandi. Hún heitir Meeri Mäkinen og er að ljúka BA námi í dansi og hefur bestu meðmæli Hennu. Meeri verður kynnt nánar síðar. 

Staðsetning og tími: 28. maí til 3. júní

© Edinborg Menningarmiðstöð
Merki DressUpGames