Söngleikurinn 9-5
Söngleikurinn 9 til 5 verður frumsýndur í Edinborgarhúsinu föstudaginn 9. júlí. Það er hópur ungra vestfirskra listamanna sem stendur að þessari skemmtilegu sýningu sem byggir á samnefndri kvikmynd með tónlist eftir Dolly Parton.
Sagan fjallar um þrjár frekar ólíklegar vinkonur sem taka yfir skrifstofuna sem þær vinna á. Þær læra að það er ekkert sem þær geta ekki gert, jafnvel á skrifstofu þar sem karlarnir ráða öllu.
Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook síðu hópsins 9-5.
Sýningar:
Föstudaginn 9. júlí kl. 20:00 frumsýning
Laugardaginn 10. júlí kl. 17:00
Laugardaginn 10. júlí kl. 21:00
Sunnudaginn 11. júlí kl. 20:00
Þriðjudaginn 13. júlí kl. 20:00
Föstudaginn 16. júlí kl. 20:00
Staðsetning og tími: 9.-16. júlí 2021