Milli þátta - Intermission
OPNUN: MILLI ÞÁTTA - afmælissýning Slunkaríkis
Logi Leó Gunnarsson og Una Björg Magnúsdóttir
Logi Leó Gunnarsson og Una Björg Magnúsdóttir
18. júlí til 15. ágúst, 2025
Bryggjusalur, Edinborgarhúsinu Aðalstræti 7
Bryggjusalur, Edinborgarhúsinu Aðalstræti 7
Föstudaginn 18. júlí kl. 17:00 opnar í Gallerí Slunkaríki í Edinborgarhúsinu sýningin Milli þátta // Intermission eftir listamennina Loga Leó Gunnarsson og Unu Björg Magnúsdóttur.
Sýningin er afmælissýning Slunkaríkis en á þessu ári eru liðin 40 ár frá því að Myndlistarfélag Ísafjarðar stofnaði galleríið. Lengi vel var Slunkaríki til húsa að Aðalstræti 22 sem nú hýsir Gallerí Úthverfu en fluttist í Edinborgarhúsið við opnun þess árið 2007.
Í tilefni af þessari 40 ára sögu efna Slunkaríki og Úthverfa til fölbreyttrar dagskrár á afmælisárinu. Samhliða opnuninni í Edinborgarhúsinu þann 18. júlí verður einnig sýningaropnun í Úthverfu.
Gallerí Slunkaríki hefur alla tíð lagt ríka áherslu á samtímalist og því þótti við hæfi að fá tvo unga listamenn til að sýna í tilefni afmælisins.
Á sýningunni verður að finna fjölbreytt verk eftir þau Loga og Unu, meðal annars fundin pappírsverk, málmskúlptúra, staðnaða skugga og endurtekin umhverfishljóð.
Logi Leó Gunnarsson og Una Björg Magnúsdóttir hafa unnið samhliða að list sinni síðastliðin tíu ár, sýnt saman en aldrei viljandi. Þetta er þeirra fyrsta samsýning.
Logi Leó Gunnarsson (f. 1990) útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2014. Upphafspunkturinn í verkum hans eru yfirleitt hljóð. Hann vinnur oft með hugmyndina um augnablik í skúlptúrum sínum og innsetningum. Í því felst oft að finna lykkju í hreyfingu, einangra hana, gefa henni óskipta athygli og finna í henni hið óvænta og einfalda. Logi Leó hefur nýlega tekið þátt í sýningum í Nýlistasafninu (2024) Listasafni Reykjavíkur (2023), ARS LONGA samtímalistasafni á Djúpivogi (2022), Y gallery í Kópavogi (2022) og í One Minute Space í Aþenu (2021). Hann býr og starfar í Reykjavík.
Una Björg Magnúsdóttir (f. 1990) beitir ýmsum brögðum í verkum sínum til að velta upp spurningum um fegurð, gildi, tilvist okkar, hegðun og hátterni. Hún notar til þess áferð og gildishlaðin efni á slunginn en sparlegan hátt. Með nákvæmum uppstil¬lingum á fábrotnum munum skapa verkin ákveðið sýndar¬yfirborð þar sem allt virðist með felldu. En verkin taka á sig háttvísa blekkingu og dansa á óræðum skilum þess raunverulega og eftirlíkingar. Una Björg nam myndlist við Listaháskóla Íslands og stundaði framhaldsnám við ÉCAL í Sviss þaðan sem hún útskrifaðist árið 2018. Hún býr og starfar í Reykjavík. Verk hennar hafa verið sýnd meðal annars í Listasafni Reykjavíkur, Gerðarsafni, Y gallerí, Ásmundarsal, KEIV í Aþenu, GES¬2 í Moskvu og Künstlerhaus Bethanien í Berlín.
Sýningin nýtur stuðnings Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða og Sumarviðburðarsjóðs Hafna Ísafjarðarbæjar.
/// ENGLISH ///
OPENING: INTERMISSION
Logi Leó Gunnarsson and Una Björg Magnúsdóttir
July 18 – August 15, 2025
Bryggjusalur exhibition hall, Edinborgarhúsið Cultural Centre of the Westfjords, Aðalstræti 7, 400 Ísafjörður
Bryggjusalur exhibition hall, Edinborgarhúsið Cultural Centre of the Westfjords, Aðalstræti 7, 400 Ísafjörður
On Friday, July 18 at 5:00 PM, the exhibition Milli þátta // Intermission by artists Logi Leó Gunnarsson and Una Björg Magnúsdóttir opens at Gallery Slunkaríki in the Edinborg House.
The exhibition is part of Slunkaríki's anniversary celebration, marking 40 years since the Ísafjörður Art Society established the gallery. For many years, Slunkaríki was located at Aðalstræti 22 (now home to Gallery Úthverfa), but moved to the Edinborgarhúsið when it opened in 2007.
To commemorate this 40-year history, Slunkaríki and Úthverfa have organized a varied program throughout the anniversary year. Alongside the opening at Edinborgarhúsið on July 18, there will also be an opening at Úthverfa.
Gallery Slunkaríki has always emphasized contemporary art, and it felt fitting to invite two young artists to exhibit in celebration of the anniversary.
The exhibition features a wide range of works by Logi and Una, including found paper works, metal sculptures, stagnant shadows, and repeated environmental sounds.
Logi Leó Gunnarsson and Una Björg Magnúsdóttir have worked in parallel on their art for the past ten years, exhibited simultaneously, but never intentionally together. This is their first joint exhibition.
Logi Leó Gunnarsson (b. 1990) graduated from the Fine Arts Department of the Iceland University of the Arts in the spring of 2014. His work often begins with sound. He frequently explores the idea of a moment in his sculptures and installations—isolating a loop in motion, focusing undivided attention on it, and discovering the unexpected and the simple within. Recently, he has participated in exhibitions at the Living Art Museum (2024), the Reykjavík Art Museum (2023), ARS LONGA Contemporary Art Museum in Djúpivogur (2022), Y Gallery in Kópavogur (2022), and One Minute Space in Athens (2021). He lives and works in Reykjavík.
Una Björg Magnúsdóttir (b. 1990) uses various methods in her works to raise questions about beauty, value, existence, behavior, and conduct. She employs texture and symbolically charged materials in a clever yet restrained manner. Through precise arrangements of modest objects, her works create a certain surface illusion where everything appears orderly. Yet the pieces engage in a courteous deception, dancing on the ambiguous boundary between the real and the imitation. Una studied fine art at the Iceland University of the Arts and completed her postgraduate studies at ÉCAL in Switzerland, graduating in 2018. She lives and works in Reykjavík. Her work has been shown at the Reykjavík Art Museum, Gerðarsafn, Y Gallery, Ásmundarsalur, KEIV in Athens, GES-2 in Moscow, and Künstlerhaus Bethanien in Berlin.
Staðsetning og tími: Bryggjusal, föstudaginn 18. júlí kl. 17:00.