Samband English

Kvöldvaka í tilefni útgáfu Menning við ysta haf

Í tilefni útgáfu bókarinnar Menning við ysta haf: Lesið í sköpunarkraft Vestfjarða og Stranda verður blásið til útgáfufögnuðar á Ísafirði.
 
Dagskráin fer fram í Safnahúsinu við Eyrartún á Ísafirði frá kl. 15 til 16:30 laugardaginn 7. október og í Edinborgarhúsinu frá kl. 20:00 til 22:30 sama dag.
 
Bókin hefur að geyma greinar um vestfirskar bókmenntir og menningu frá miðöldum fram á okkar daga. Greinarhöfundar eru fræðimenn og rithöfundar frá Íslandi, Kanada og Danmörku, og ritstjórar bókarinnar eru Birna Bjarnadóttir, rannsóknasérfræðingur við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands, og Ingi Björn Guðnason, bókmenntafræðingur og staðarhaldari á Hrafnseyri. Bókin er tileinkuð minningu Eiríks Guðmundssonar (1969 - 2022). Útgefandi er Hið íslenska bókmenntafélag.
 
Dagskrá:
Kl. 15:00 - 16:30 Safnahúsið Ísafirði
Útgáfufögnuður bókarinnar Menning við ysta haf og opnun sýningarinnar “Úr kúltíveruðum kindarhausnum: Sýning bóka frá Vestfjörðum og Ströndum.”
 
Ingi Björn Guðnason flytur ávarp f.h. ritstjóra.
Eiríkur Örn Norðdahl opnar sýninguna.
Ármann Jakobsson, forseti Hins íslenska bókmenntafélags flytur ávarp f.h. útgefanda
Greinarhöfundarnir Andrew McGillivray, Birna Bjarnadóttir, Gunnar Þorri Pétursson og Oddný Eir Ævarsdóttir segja frá greinum sínum í bókinni.
 
Kl. 20:00 - 22:30 Edinborgarhúsinu Ísafirði
Kvöldvaka sköpunarkraftsins.
 
Við fögnum sköpunarkrafti Vestfjarða og Stranda með kvöldvöku í Edinborgarhúsinu. Fram koma starfandi rithöfundar og tónlistarmenn sem flytja verk sín. Nýtt efni í bland við gamalt. Ókeypis aðgangur og öll velkomin!
 
Fram koma:
Eiríkur Örn Norðdahl
Gosi
Helen Cova
Hermann Stefánsson
Jarosław Czechowicz
Skúli mennski
Oddný Eir Ævarsdóttir
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Staðsetning og tími: Edinborgarsal 7. október kl. 20:00

© Edinborg Menningarmiðstöð
Merki DressUpGames