Ari Eldjárn: Áramótaskop.
Kæru Ísfirðingar og nærsveitungar,
Nú eru aðeins átta dagar í að ég komi vestur með sýninguna mína Ari Eldjárn: Áramótaskop. Sýningin verður frumsýnd á Ísafirði og ég hlakka mikið til. Miðasala hefur gengið mjög vel en það er enn hægt að kaupa miða. Ég vildi því benda þeim sem hafa áhuga á að koma að verða sér úti um miða sem allra fyrst. Það má gera á hlekknum hér að neðan.
Sjáumst í Edinborgarhúsinu laugardagskvöldið 7. desember!
Ari Eldjárn
Staðsetning og tími: Edinborgarsal, 7. desember kl. 21:00