Tungumálatöfrar íslenskunámskeið fyrir börn á Ísafirði 5. - 10. ágúst 2019
Við viljum vekja athygli á því að opnað hefur verið fyrir skráningar á Tungumálatöfra 2019.
Skráningarform má nálgast hér: https://bit.ly/2QFJofa
Tungumálatöfrar er íslenskunámskeið með listsköpun og leik fyrir 5 - 11 ára krakka sem fer fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði dagana 5. - 10. ágúst 2019. Námskeiðið er hugsað fyrir öll börn með sérstaka áherslu á íslensk börn sem að hafa fæðst eða flutt erlendis og börn af erlendum uppruna sem sest hafa að hér á landi. Á lokadeginum verður svo Töfraganga sem endar með bæjarhátíð í Suðurtanga. Þar standa bæjarbúar af ólíkum uppruna fyrir fjölskylduskemmtun með leikjum, sögum, myndlist og matarupplifun.
Tungumálatöfrar er íslenskunámskeið fyrir 5 – 11 ára börn sem fram fer á Ísafirði 5. – 10. ágúst 2019. Boðið er upp á málörvandi umhverfi í gegnum skapandi kennsluaðferðir sem byggjast á listum og leik. Námskeiðið er hugsað fyrir íslensk börn sem að hafa fæðst eða flutt erlendis og börn af erlendum uppruna sem hafa sest að hér á landi en er um leið opið öllum börnum. Námskeiðið fer fram í Menningarmiðstöðinni Edinborg á Ísafirði sem rekur verkefnið í samstarfi áhugamannahóp um fjöltyngi og fjölmenningu.
Þátttökugjald er 20.000 krónur per barn / 30.000 krónur fyrir systkyni (tvö börn).
Frekari upplýsingar má finna á www.edinborg.is eða með því að senda tölvupóst til tungumalatofrar@gmail.com eða skoða Facebook síðu verkefnisins
https://www.facebook.com/tungumalatofrar/
https://www.youtube.com/watch?v=gQk731uNqJ0&fbclid=IwAR1eeLG73QPrcZZr_Os0jcbWs6uwgol-TAGM98Y8f0nUEXojXgs-rYNmgwY