Um dansdeild LRÓ
Haustið 2001 hófst kennsla í listdansi við skólann. Það var balletkennari frá Úkraníu, Kateryna Pavlova sem hóf kennsluna. Tveim árum síðar hóf skólinn samvinnu við Listdansskóla Íslands með kennslufyrirkomulag og var það fyrir tilstilli Arnar Guðmundssonar skólameistara.
Árið 2005 kom til starfa Henna-Riikka Nurmi frá Finnlandi. Meeri Mäkinen einnig frá Finnlandi tók við af henni haustið 2021. Skólinn, í samvinnu við kennara sína eru að byggja upp danskennslu við skólann sem eftir er tekið víða m.a. með samvinnu við skóla í Finnlandi og víðar.
Skólanámskrá, skólareglur og reglur í danstímum:
- Nemendur mæti stundvíslega í allar kennslustundir og ætli sér góðan tíma til fataskipta. Ef tími er byrjaður skal nemandi bíða þar til tónlist hættir og fá leyfi til að koma inn.
- Hár greitt í snúð, fléttur eða tagl.
- Búningur í ballet er, sokkabuxur, bolur og balletskór, í djassdans djassbuxur, bolur og mjúkir skór eða balletskór.
- Ekki tyggigúmmí eða skartgripir.
- Stranglega er bannað að hanga á balletslám. Þær eru eingöngu fyrir balletkennslu. Skólinn tekur ekki ábyrgð ef reglum er ekki fylgt.
- Nemendum ber að ganga vel um húsnæði skólans, sýna tillitssemi og gæta vel að fatnaði sínum og öðrum eigum og ganga skal hljóðlega um.
- Veikindi þarf að tilkynna áður en tími hefst.
- Reynt er að hafa opinn tíma fyrir jól þar sem aðstandendur eru velkomnir en annars er ekki leyft að koma með utanaðkomandi inn í salinn, nema með sérstöku leyfi kennara.
Forskóli ( 3 – 6 ára, (2018-2015)) og grunnnám yngri ( 7 – 13 ára, (2008-2013))
Verð á önn:
1 x 30 mín. kr. 15.200.-
1 x 45 mín. kr. 19.000.-
1 x 60 mín. kr. 22.700.-
2 x 60 mín. kr. 35.500.-
3 x 60 mín. kr. 41.900.-
4 x 60 mín. kr. 47.900.-
Grunnnám fyrir eldri ( 13 – 18 ára, 2002-2007)
Verð á önn:
1 x 90 mín. Kr. 29.200.-
2 x 90 mín. Kr. 40.500.-
3 x 90 mín. Kr. 48.000.-
4 x 90 mín. Kr. 53.200.-
Sérkennsla
Verð á önn:
Yngri 4 x 60 mín + 1 x 90 mín. í viku (2008-2009) kr. 50.000
Eldri 5 x í viku (2001-2007) kr. 57.200.-
Systkina afsláttur 10% ef 2 börn eru í námi og 15% ef 3 börn eru í námi.
Reikningsnúmer: 0556-26-1389 / kt.:561193-2589