Gjöf í minningu Jóns Sigurpálssonar
Menningarhúsinu Edinborg hefur borist höfðingleg gjöf frá hlutafélaginu Skógi ehf. Félagið er í eigu hjónanna Önnu Kristínar Ásgeirsdóttur og Gísla Jóns Hjaltasonar. Gjöfin er að upphæð 70 milljónir króna og er gefin í minningu Jóns Sigurpálssonar sem lést á síðastliðnu ári, en hefði orðið sjötugur þann 2. ágúst síðastliðinn. Jón var að öðrum ólöstuðum helsti hvatamaður og driffjöður í uppbyggingu hússins og gegndi formennsku í stjórn þess lengst af.
Fjármunir þessir munu verða nýttir, samhliða framlagi ríkis og bæjar, til eflingar starfsemi menningarhússins.
Meira