Samband English
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | föstudagurinn 15. nóvember 2024

Gjöf í minningu Jóns Sigurpálssonar

Forsvarsfólk Skógar tilkynntu um gjöfina á opnun sýningarinnar Vitar sem sett var upp í Bryggjusal í sumar. Þar gat að líta verk eftir Jón Sigurpálsson sem finna má í almannarými.
Forsvarsfólk Skógar tilkynntu um gjöfina á opnun sýningarinnar Vitar sem sett var upp í Bryggjusal í sumar. Þar gat að líta verk eftir Jón Sigurpálsson sem finna má í almannarými.

Menningarhúsinu Edinborg hefur borist höfðingleg gjöf frá hlutafélaginu Skógi ehf. Félagið er í eigu hjónanna Önnu Kristínar Ásgeirsdóttur og Gísla Jóns Hjaltasonar. Gjöfin er að upphæð 70 milljónir króna og er gefin í minningu Jóns Sigurpálssonar sem lést á síðastliðnu ári, en hefði orðið sjötugur þann 2. ágúst síðastliðinn. Jón var að öðrum ólöstuðum helsti hvatamaður og driffjöður í uppbyggingu hússins og gegndi formennsku í stjórn þess lengst af.

Fjármunir þessir munu verða nýttir, samhliða framlagi ríkis og bæjar, til eflingar starfsemi menningarhússins.

 


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | miðvikudagurinn 28. september 2022

Aðalfundur Edinborgarhússins

Aðalfundur Edinborgarhússins ehf fyrir árið 2021 verður haldinn í Rögnvaldarsal 11. október 2022, kl. 20:00. Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.
 
Hlutahafar eru hvattir til að mæta til fundarins.
 
Stjórn Edinborgarhússins.
 
 
 
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | miðvikudagurinn 19. maí 2021

Starfskraftur óskast

Menningarmiðstöðin Edinborg óskar eftir starfsmanni í tímabundið starf. Í starfinu felst umsjón með bókunum, viðburðum og útleigu. Einnig er gert ráð fyrir að viðkomandi sinni viðhaldsverkefnum.


Meira
Eldri færslur
© Edinborg Menningarmiðstöð
Merki DressUpGames