Starfskraftur óskast
Menningarmiðstöðin Edinborg óskar eftir starfsmanni í tímabundið starf. Í starfinu felst umsjón með bókunum, viðburðum og útleigu. Einnig er gert ráð fyrir að viðkomandi sinni viðhaldsverkefnum.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Bókanir og útleiga
- Umsjón og skipulag viðburða
- Viðhald utanhúss og innan
- Annað sem til fellur við rekstur hússins
Hæfnis- og menntunarkröfur
- Sjálfstæð vinnubrögð og lipurð í samskiptum
- Reynsla af skipulagningu viðburða er kostur
- Góð verkkunnátta
- Góð íslensku og enskukunnátta
- Góð almenn tölvukunnátta
Umsóknarfrestur er til og með 28. maí. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist á edinborg@edinborg.is merkt Sumarstarf. Fyrirspurnir berist á sama netfang.
Staðsetning og tími: 28.05.2021