Samband English

Myndlistarsýningar - umsókn

Fjögur sýningarrými eru fyrir myndlist í húsinu, Rögnvaldarsalur, Bryggjusalur, Slunkaríki-gangurinn og Edinborg Bistró. Menningarmiðstöðin í samstarfi við myndlistarfélag Ísafjarðar sér um skipulagningu sýninga í Rögnvaldarsal, Bryggjusal og Slunkaríki. Hérna má finna lýsingu á rýmunum.

Auglýst er eftir sýnendum tvisvar á ári á haustin og vorin en valið er úr umsækjendum fyrir tímabilin. Umsóknarfrestur fyrir sýningartímabilið júní-desember á næsta sýningarár er í nóvember ár hvert og umsóknarfrestur fyrir sýningartímabilið janúar-maí er í maí ár hvert. Þó er tekið við umsóknum allt árið. 

© Edinborg Menningarmiðstöð
Merki DressUpGames