Til hamingju, þú ert að eignast Ísfirðing
Dagana 10.-13. ágúst setur Ísleikhúsið upp glænýjan farsa eftir Dagbjörtu Ósk Jóhannsdóttur í Edinborgarhúsinu, Til hamingju, þú ert að eignast Ísfirðing.
Við erum stödd á Engjaveginum kvöldið fyrir minningarathöfn Þorláks Skúlasonar. Börnin hans tvö, Kristín og Marteinn eru ósamstíga í undirbúningnum sem ekki sér fyrir endann á. Nýr kærasti, gamall kærasti, gamla vinkonan og nágrannar koma við sögu, en ekki er mikið gagn í þeim öllum.
Sýningartímar, kl. 20:00:
Frumsýning, sunnudaginn 10. ágúst
2. sýning, mánudaginn 11. ágúst
3. sýning, þriðjudginn 12. ágúst
4. sýning, miðvikudaginn 13. ágúst
Uppfærslu Ísleikhússins og styrkt af menningarsjóði Ísafjarðarbæjar
Staðsetning og tími: Edinborgarsalur, kl. 20:00 10.-13. ágúst.