Samband English

Sigmar Matthíasson - Meridian Metaphor

Í júní kemur út ný hljómplata frá bassaleikaranum Sigmari Þór Matthíassyni en platan er gefin út af Reykjavík Record Shop. Af því tilefni blæs Sigmar og hljómsveit hans til tónleika í Edinborgarhúsinu á Ísafirði sunnudagskvöldið 6. júní.
 
Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og miðaverð er 3.000 kr.
 
Á plötunni, sem ber titilinn Meridian Metaphor, kveður við nýjan tón í lagasmíðum Sigmars en tónlistin er undir miklum áhrifum frá austrænni heimstónlist sem blandast við nútímalegan jazz á áhugaverðan hátt.
 
Kveikjan að verkefninu var samstarf og vinátta Sigmars við tónlistarmenn sem hann kynntist á námsárum sínum í New York borg, þá Taulant Mehmeti frá Kosovo og Ayman Boujlida frá Túnis. Þannig má segja að áhrifa gæti bæði úr austri og vestri þar sem Sigmar bregður upp einskonar tón-myndlíkingum með fjölbreyttum skírskotunum í fólk, staði og upplifanir sem hafa mótað hann í gegnum tíðina.
 
Hljómsveitina skipa:
Ásgeir Ásgeirsson - oud
Haukur Gröndal - klarinett
Ingi Bjarni Skúlason - píanó
Matthías Hemstock - trommur
Sigmar Þór Matthíasson - kontrabassi
 
 
English:
Sigmar Matthiasson - Meridian Metaphor
Meridian Metaphor is the second solo album by Icelandic bassist & composer Sigmar Matthiasson, set for release in June 2021 by Reykjavík Record Shop. To celebrate the release there will be a concert at Edinborgarhúsið, Ísafjörður on Sunday June 6th
The concert starts at 9 PM. Admission: 3000 ISK.
The music can be described as modern jazz mixing major influences from Balkan folk music and Arabic world music. The inspiration for the project was Sigmar's collaboration and friendship with two musicians whom he met while studying in New York City - guitarist Taulant Mehmeti from Kosovo and Tunisian percussionist Ayman Boujlida. Therefore it's possible to hear influences both from East and West, across the Prime Meridian, where the composer (with the help of his bandmates) makes up musical metaphors in each song with various references to people, places and experiences which have shaped him over time.
Ásgeir Ásgeirsson - oud
Haukur Gröndal - clarinet
Ingi Bjarni Skúlason - piano
Matthías Hemstock - drums
Sigmar Matthíasson - upright bass

Staðsetning og tími: 06.06.2021

© Edinborg Menningarmiðstöð
Merki DressUpGames