Rebekka Blöndal - Tónleikar á Veturnóttum
Þann 21. október kl. 20:30 koma fram þau Rebekka Blöndal, Ásgeir Ásgeirsson og Steingrímur Teague frám á Edinborgarhúsínu.
Þau leika ljúfan en jafnframt hressandi jazz og blús í bland við efni af nýútkominni plötu Rebekku sem ber heitið Ljóð.
Platan Ljóð var unnin í samstarfi við Ásgeir Ásgeirsson gítarleikara en lögin eru flest eftir þau.
Rebekka er ein efnilegasta jazzsöngkona landsins og var hún tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem flytjandi ársins í flokki jazz og blús.
Miðasala við innganginn. Miðaverð: 2.500 kr.
Tónleikarnir eru styrktir af Uppbyggingarsjóði Vestfjarða.
Staðsetning og tími: Bryggjusal 21. október kl. 20:30