Quiet Tree tónleikar
Miðvikudaginn 27. ágúst kemur svissneska tríóið Quiet Tree fram á tónleikum í Bryggjusal Edinborgarhússins kl. 20:30. Sveitin leikur á Jazzhátíð Reykajvíkur daginn eftir. Jazzpassi Edinborgarhússins gildir á tónleikana en einnig er hægt að nálgast staka miða á Glaze og við innganginn.
Quiet Tree er verkefni sem varð til í samstarfi þriggja tónlistarmanna: Simon Spiess, Jonas Ruther og Marc Méan. Innan hins víðfeðma heim djassins leiða þeir félagar tónana í ólíkar áttir og nálgast fjölbreytta stíla, og sýna þannig fram á hvernig tónlist getur sameinað ólík hljóðbrigði. Líkt og allar greinar trésins liggja þær að einni lífsnauðsynlegri rót, þá tengist ólík stemming og stílar einni sameiginlegri tónlistarstefnu.
Sýruáhrif og síendurtekin munstur mætast undir áhrifum frá djassi og popptónlist, og Quiet Tree lítur á tónlist sína sem andlega, jákvæða og framúrstefnulega popptónlist. Þríeykið hefur gefið út þrjár plötur þar sem þeir kanna þessi ólíku litasvið tónlistarinnar.
Staðsetning og tími: Bryggjusal, miðvikudaginn 27. ágúst kl. 20:30.