Osgood/Blak/Poulsen tríó
Föstudaginn 22. ágúst verður svo sannkölluð norræn jazzveisla þegar tríóið Osgood/Blak/Poulsen leikur í Bryggjusal Edinborgarhússins. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30. Jazzpassi Edinborgarhússins gildir á tónleikana en einnig er hægt að nálgast staka miða á Glaze og við innganginn.
Tríóið sameinar þrjár ólíkar raddir úr norrænu djazzsenunni. Kresten Osgood er án efa einn virkast trommu- og fjölhljóðfæraleikari Danmerkur síðustu ár. Frá því á tíunda áratugnum hefur hann leikið með sumum af stærstu nöfnum djassins og frjálsa djassins, þar á meðal Paul Bley, Brad Mehldau, Peter Brötzmann og ótal öðrum. Þegar Kresten spilar, dragast bæði áhorfendur og samspilandi tónlistarmenn inn í ótrúlega frjálslega, næma og sjálfsprottna tónlist hans.
Bárður R. Poulsen hefur síðustu 14 ár búið í Noregi og spilað víða í norsku djasssenunni. Á þessum tíma hefur hann komið að stofnun hljómsveita eins og Wako, Espen Berg Trio og Flukten. Hann hefur ferðast og spilað í löndum á borð við Japan, Kína, Grikkland og Suður-Afríku, auk víðtæks tónleikahalds um Evrópu og Noreg.
Kristian Blak er danskur/færeyskur tónlistarmaður, tónskáld og útsetjari. Með djasshljómsveit sinni Yggdrasil hefur hann gefið út yfir tug hljómplatna á níunda áratugnum, m.a. í samstarfi við norska tónlistarmenn eins og Tore Brunborg og Bjørn Alterhaug, og farið í viðamiklar tónleikaferðir um allan heim.
Tríóið sameinar þrjá ólíka tónlistarmenn úr norrænu jazzsenunni sem sameinast um opna og ævintýralega nálgun á tónlistarsköpun.
Staðsetning og tími: Bryggjusal, föstudaginn 22. ágúst kl. 20:30.