Samband English

MIRJAM MAEKALLE: Sýningaropnun í Slúnkaríki / Opening in Slunkaríki

 
SÝNINGAROPNUN: Litli eistinn sem gat (part I)
Mirjam Maekalle
31.05 – 14.07 2024
Slunkaríki býður gesti velkomna á opnun einkasýningar Mirjam Maekalle; Litli eistinn sem gat (part I). Opnun verður á föstudaginn, 31. maí kl.17.00 í bryggjusal Edinborgarhússins, Ísafirði. Listamaðurinn verður viðstödd opnunina og býður upp á léttar veitingar. Hún verður einnig með sérstakar leiðsagnir á opnunarhelginni sem auglýstar verða betur síðar.
Á sýningunni Litli eistinn sem gat (Part I) vinnur Mirjam Maekalle með ljósmyndir frá æsku sinni í Eistlandi áður en hún flutti með fjölskyldu sinni til Íslands. Lands sem var ekki hluti af tilveru hennar fyrr en árið 2002. Í gegnum myndirnar er fjallað um einstakling í mótun og sambönd hennar við sýna nánustu. Hugað er að sjálfsmynd og breytingum persónuleika þess sem skiptir um umhverfi.
Mirjam Maekalle er myndlistarmaður fædd í Eistlandi og uppalin á Ísafirði en býr í dag í Reykjavík. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2023, einnig hefur hún lokið BA gráðu í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands en þá menntun nýtir hún sér vel í myndlistinni þar sem umfjöllunarefnið gjarnan mannlegt ástand.
 
 
Sýningin hlýtur stuðning úr sumarviðburðasjóði hafna Ísafjarðarbæjar
 
// ENGLISH //
 
OPENING: The Little Estonian Who Could (Part I)
Mirjam Maekalle
31.05 – 14.07 2024
Slunkaríki welcomes guests to the opening of Mirjam Maekalle's solo exhibition "The Little Estonian Who Could (Part I)." The opening will take place on Friday, May 31st at 17:00 in Edinborg Culture House, Ísafjörður. The artist will be present at the opening and will offer light refreshments. She will also provide special guided tours during the opening weekend, which will be announced further later.
In the exhibition "The Little Estonian Who Could (Part I)," Mirjam Maekalle works with photographs from her childhood in Estonia before she moved with her family to Iceland. A land that was not part of her existence until 2002. Through the pictures, the exhibition explores an individual in formation and her relationships with her loved ones. It considers identity and transformations in the personality of someone who changes their environment.
Mirjam Maekalle is an artist born in Estonia and raised in Ísafjörður but now lives in Reykjavík. She graduated with a BA degree in Fine Arts from the Iceland University of the Arts in 2023. She also holds a BA degree in comparative literature from the University of Iceland, a background she effectively utilizes in her artwork where the subject matter often concerns the human condition.

Staðsetning og tími: SLUNKARÍKI Föstudaginn 31. Maí klukkan 17:00

© Edinborg Menningarmiðstöð
Merki DressUpGames