Lápur, Skrápur og jólaskapið
Lápur, Skrápur og jólaskapið er stórskemmtilegt jólaleikrit eftir Snæbjörn Ragnarsson.
Tröllabræðurnir Lápur og Skrápur hafa verið reknir úr Grýluhelli vegna hrekkjaláta og þurfa að finna jólaskapið áður en dagur rennur og þeir verða að steini.
Leitin ber tröllastrákana til Sunnu litlu mannabarns sem ákveður að hjálpa þeim. Grýla, Gáttaþefur og Leiðindaskjóða koma einnig við sögu.
Sýningartími er um 50 mínútur.
Sýningar 6.-15. desember
Miðaverð 3.000 kr.
Staðsetning og tími: Edinborgarhúsið, 6-15. desember