Frankensleikir - útgáfuhóf
Það eru ekki enn komin jól en það er að koma Hrekkjavaka – dagur alls þess sem er hræðilegt. Af því tilefni verður haldið útgáfuhóf í Edinborgarhúsinu fyrir barnahryllingsjólabókina Frankensleiki eftir Eirík Örn Norðdahl. Hófið fer fram í Bryggjusal, mánudaginn 31. október kl. 17:00.
Boðið verður upp á jólahryllingsköku og upplestur úr bókinni auk þess sem hljómsveitin Gosi mun leika nokkur jólalög í hræðilegum útsetningum. Bækur á sérstöku tilboðsverði!
* * *
Jólin nálgast og Fjóla hlakkar til. Bráðum setur hún skóinn út í glugga, Stekkjarstaur kemur til byggða eftir tvo daga. En þá færa foreldrar hennar þær fáránlegu fréttir að jólasveinarnir séu ekki til. Fjóla sér strax að það gengur ekki upp og hefst handa við að bjarga málunum. Við það kemur óvænt að góðum notum að stóri bróðir hennar, Hrólfur, hefur stjórnlausan áhuga á varúlfum, fjörulöllum, margýgjum og öðrum ófrenjum og veit allt sem hægt er að vita um skrímsli Frankensteins.
Frankensleikir er sprenghlægileg og spennandi jólasaga eftir Eirík Örn Norðdahl sem hefur getið sér gott orð fyrir skáldsögur og ljóð en sendir hér frá sér sína fyrstu barnabók. Sagan er ríkulega myndlýst af Elíasi Rúna.
Frankensleikir er sprenghlægileg og spennandi jólasaga eftir Eirík Örn Norðdahl sem hefur getið sér gott orð fyrir skáldsögur og ljóð en sendir hér frá sér sína fyrstu barnabók. Sagan er ríkulega myndlýst af Elíasi Rúna.
Staðsetning og tími: Bryggjusal 31. október kl. 17:00