Samband English

ADHD tónleikar

Fimmtudaginn 14. ágúst mæti hljómsveitin ADHD í Edinborgarhúsið og leikur lög af nýjustu plötu sveitarinnar ásamt því að hleypa gömlum lögum á skeið. Tónleikarnir fara fram í Edinborgarsal og hefjast kl. 20:30. Jazzpassi Edinborgarhússins gildir á tónleikana en einnig er hægt að nálgast staka miða á Glaze og við innganginn.

ADHD gaf út níundur hljómplötu sína í október 2024 og hefur verið að fylgja henni eftir með tónleikaferðalögum hérlendis og erlendis undanfarna mánuði. ADHD kemur einnig fram á Jazzhátíð Reykjavíkur þriðjudaginn 26. ágúst.

Níunda hljómplatan kom út hjá þýska útgáfufélaginu Enja/Yellowbird og er það í fyrsta skipti sem að erlent plötufyrirtæki gefur hljómsveitina út og fær útgáfan jafnframt kynningu í þýskumælandi jazztímaritum og fjölmiðlum. Hljómplatan var tekið upp í Castle Studios í Dresden í október 2023.

ADHD hefur verið starfandi frá árinu 2007, en þá kom hljómsveitin saman til að spila á Hammond hátíðinni á Höfn í Hornafirði.

Meðlimir sveitarinnar eru þeir Magnús Trygvason Elíassen sem spilar á trommur, Ómar Guðjónsson sem spilar á gítar, pedal steel og bassa, Óskar Guðjónsson sem spilar á saxofóna og Tómasi Jónssyni sem spilar píano, hammond og ýmis önnur hljóðfæri.


Hljómsveitin hefur verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir flestar sínar plötur og hefur hreppt þau sex sinnum í gegnum tíðina.

Staðsetning og tími: Edinborgarsal 14. ágúst kl. 20:30.

© Edinborg Menningarmiðstöð
Merki DressUpGames