Risið
Á 3. hæð í risi verða tveir salir í samtals 141 m2 rými. Rýmið er einstaklega fallegt þar sem það er undir reisulegri súðinni. Auk mannamóta geta félög jafnframt fengið aðstöðu undir starfsemi sína eins og gerðabækur og fundarhamarinn. Risið bíður viðgerðar á næstu mánuðum.