Edinborgarsalur
Á jarðhæðinni er að finna Edinborgarsal, 221 m2 aðalsal hússins. Hægt er að sameina hann við hliðarsal (Bryggjusal) sem er 119m2. Edinborgarsalur býður upp á góða aðstöðu fyrir leiksýningar, tónleika, ráðstefnur, fundi, málþing, kaupstefnur og fleira. Salurinn er tæknilega fullbúinn með hljóðkerfi, fjarfundarbúnaði og lýsingu. Panta má salinn í netfanginu edinborg@edinborg.is