
Lögin hans Villa Valla - Útgáfuhóf
Meira
Nevermind er önnur plata Nirvana – sú sem skaut sveitinni til heimsfrægðar á einni nóttu. Platan kom út 24. september 1991 og hefur selst í yfir 30 milljón eintökum. Nevermind fékk frábæra dóma og er jafnan ofarlega á listum yfir bestu plötur allra tíma. Nirvana hlaut ýmis verðlaun fyrir þennan stórvirka grip. Rokkmessu sveitin, sem spilaði fyrir troðfullu húsi í Háskólabíó síðla árs í fyrra og fyllti bæði Iðnó í apríl og Græna hattinn í júní, flytur Nevermind lögin ásamt slögurum af Bleach, In Utero og fleira góðgæti.
Laugardaginn 4. október nk. verður Óskar Þór Halldórsson, höfundur nýrrar bókar um svokallaða Akureyrarveiki með kynningu á bók sinni á Patreksfirði og Ísafirði. Kynningin á Patreksfirði verður í Ólafshúsi, Aðalstræti 5, og hefst kl. 11 og á Ísafirði verður kynningin í Edinborgarhúsi kl. 16. Á báðum stöðum segir Óskar Þór frá efni bókarinnar, ekki síst hvernig Akureyrarveikin lék Vestfirðinga grátt.
Ólíkindatólið Tom Waits varð 75 ára síðasta haust og af því tilefni voru haldnir tónleikar honum til heiðurs – sem tókust svo glimrandi vel að hljómsveitin ákvað, eftir ótal áskoranir, að endurtaka leikinn.
Dagana 12.–13. september verður boðið upp á einstaka PAVEMENTS-helgi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og í Ísafjarðarbíói. Tilefnið er Íslands-frumsýning kvikmyndarinnar, PAVEMENTS, sem fjallar á ferskan og óhefðbundinn hátt um hina goðsagnakenndu indie hljómsveit Pavement. Hljómsveitin Reykjavík! kemur fram um helgina og sérstakur gestur verður Bob Nastanovich úr Pavement.
Kvartett Sunnu Gunnlaugs ásamt Marínu Ósk kemur fram á tónleikum undir yfirskriftinni „Ástin, bjartsýnin og andskotans blaðrið í fólkinu“ en það er jafnframt titill hljómplötu sem kom út á síðasta ári. Tónleikarnir fara fram í Bryggjusal Edinborgarhússins og hefjast kl. 20:30.
Miðvikudaginn 27. ágúst kemur svissneska tríóið Quiet Tree fram á tónleikum í Bryggjusal Edinborgarhússins kl. 20:30.
Föstudaginn 22. ágúst verður svo sannkölluð norræn jazzveisla þegar tríóið Osgood/Blak/Poulsen leikur í Bryggjusal Edinborgarhússins. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00.