Samband English

Tvöföld afmælissýning

Laugardaginn 1. nóvember opnar myndlistarmaðurinn Pétur Guðmundsson sýningu í Gallerí Slunkaríki í Edinborgarhúsinu og Gallerí Úthverfu. Sýningin í Úthverfu opnar kl. 13:30 og í Slunkaríki Edinborgarhússins kl. 14:00. Öll hjartanlega velkomin!

Tilefnið er tvenns konar, 40 ára afmæli Slunkaríkis og 75 ára afmæli listamannsins. Alls mun sýningin telja 75 myndir af ýmsu tagi, allt frá málverkum til teikninga, auk myndskreyttra limra. Sýningin er sölusýning.

Pétur Guðmundsson er ísfirskur myndlistarmaður og einn af stofnendum Slunkaríkis og Myndlsitarfélagsins á Ísafirði. Hann hefur haldið um 70 einka- og samsýningar hér heima og erlendis.

Staðsetning og tími: Bryggjusal, laugardaginn 1. nóvember kl. 14:00

© Edinborg Menningarmiðstöð
Merki DressUpGames