Samband English

Edinborgarsalur

1 af 4

Á jarðhæðinni er að finna Edinborgarsal, 221 m2 aðalsal hússins. Hægt er að sameina hann við hliðarsal (Bryggjusal) sem er 119m2. Edinborgarsalur býður upp á góða aðstöðu fyrir leiksýningar, tónleika, ráðstefnur, fundi, málþing, kaupstefnur og fleira. Salurinn er tæknilega fullbúinn með hljóðkerfi og lýsingu.  Sjá nánar um hljóðkerfi hér

Bryggjusalur

Á jarðhæð er 119 m2 Bryggjusalur sem hægt er að tengja aðalsal hússins (Edinborgarsal).  Með hljóðeinangrandi fellihurð verður salurinn sjálfstæður og tekur um 100 manns við borð. Bryggjusalur er tilvalinn fyrir meðal stóra fundi og mannamót.

Slunkaríki

Gengið er inn á gang húsins þar sem Slunkaríki hefur hreiðrað um sig. Gangurinn er fjölfarin en allir gestir húsins ganga um rýmið. Þess vegna er hann kjörin sýningarstaður fyrir list í opinberu rými. Einnig er möguleiki á að halda markað eða vera með smærri viðburði í rýminu. 

Rögnvaldarsalur

Á 2. hæð er gamli góði Rögnvaldarsalur (70 m2) ásamt tveim herbergjum (55 og 45 m2).   Auk þess að vera kennslusalir listaskólans hentar önnur hæðin til mannamóta í sinni víðustu mynd.

Risið

Risið
Risið

Á 3. hæð í risi verða tveir salir í samtals 141 m2 rými. Rýmið er einstaklega fallegt þar sem það er undir reisulegri súðinni. Auk mannamóta geta félög jafnframt fengið aðstöðu undir starfsemi sína eins og gerðabækur og fundarhamarinn.  Risið bíður viðgerðar á næstu mánuðum.

© Edinborg Menningarmiðstöð
Merki DressUpGames