Tom Waits - enn 75 ára - sönglagaskemmtun
Ólíkindatólið Tom Waits varð 75 ára síðasta haust og af því tilefni voru haldnir tónleikar honum til heiðurs – sem tókust svo glimrandi vel að hljómsveitin ákvað, eftir ótal áskoranir, að endurtaka leikinn.
Það tók nokkra stund að ná (næstum) öllum hljóðfæraflokknum aftur saman, en hafðist þó að lokum – með viðbótum. Nú stendur til að telja í þann 20. september næstkomandi kl. 20:30 í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.
Sem fyrr verða leikin lög úr öllum ferli Waits – flest þeirra sem heyrðust síðast, en þó ekki öll – ásamt nokkrum nýjum. Búast má við ferðalagi um ótrúlega fjölbreyttan hljóðheim hans, sem spannar allt frá utangarðsmannablús yfir í suðræna dansmúsík, frá hátimbraðri leikhúsmúsík yfir í fönkskotið industrial noise, frá syngjandi sveiflum yfir í rómantískar píanóballöður – og allt þar á milli.
Fram koma (a.m.k.!):
- Skúli mennski (gítar, söngur, bassi)
- Sara Hrund Signýjar (píanó, söngur, slagverk)
- Stefán Freyr Baldursson (gítar)
- Baldur Páll Hólmgeirsson (slagverk)
- Gosi – Andri Pétur Þrastarson (gítar, söngur)
- Tinna Ólafsdóttir (bassi, fiðla, söngur)
- Kristinn Gauti Einarsson (trommur, slagverk)
- Eiríkur Örn Norðdahl (bassi, kontrabassi, dobró, söngur)
- Tómas Ragnarsson (söngur, munnharpa)
- Arnheiður Steinþórsdóttir (söngur)
- Skúli Hakim-Mechiat (söngur)
Staðsetning og tími: Edinborgarsalur 20. september kl. 20:30