
Kvartett Freysteins - Tónleikar
Kontrabassaleikarinn Freysteinn Gíslason heldur tónleik með kvartetti sínum í Edinborgarhúsinu þann 25. júlí kl. 20:30.
Meira
Kontrabassaleikarinn Freysteinn Gíslason heldur tónleik með kvartetti sínum í Edinborgarhúsinu þann 25. júlí kl. 20:30.
Heimsfrumsýning á leikverkinu Dead Air í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Glænýtt verk eftir Álfrúnu Gísladóttur.
Hljóðlistamaðurinn Tristan Visser hefur heillast af söng búrhvalsins. Þessi hvalategund er þekkt fyrir spuna- og djasslíkar raddbeitingar sínar. Með þann innblástur í farteskinu, að þótt hnúfubakar séu „klassískir tónlistarmenn“ hafsins, þá séu búrhvalirnir „djasslistamenn djúpsins“, lagði Tristan upp í ferð til að fanga tónlist þeirra.
Velkomin á opnun sýningarinnar „Tilfinningaleg staðartengsl – Söfn fólks á Vestfjörðum“ kl. 15:00 sunnudaginn 18. maí í Bryggjusal.
Námskeið í hlaðvarpsgerð fyrir skapandi ungmenni til að læra undirstöðuatriðin í útvarps- og hlaðvarpsframleiðslu. Á námskeiðinu kynnast þátttakendur ólíkum gerðum hlaðvarpa, viðtalstækni og handritsgerð, auk þess sem þeir fá hagnýta reynslu af upptökum og klippingu. Á námskeiðinu þróa þátttakendur sínar eigin hugmyndir og vinna að stuttu innslagi með aðstoð leiðbeinenda.
Námskeið í hlaðvarpsgerð fyrir elsta stig grunnskóla (8.-10. bekk) fer fram í Edinborgarhúsinu í tengslum við Púkann barnamenningarhátíð. Námskeiðið skiptist í tvennt, dagana 31. mars og 1. apríl kl. 17:00 - 19:00 og svo 15. apríl 17:00-19:00. Þar á milli vinna krakkarnir sjálfstætt að handritsgerð og efnissöfnun.
Hámarksfjöldi þátttakenda eru 12 ungmenni.
Leiðbeinandi:
Halla Ólafsdóttir starfaði sem fréttakona á Ísafirði fyrir fréttastofu RÚV á árunum 2015-2019. Síðan þá hefur hún verið sjálfstætt starfandi dagskrárgerðarkona og meðal annars sinnt fjölmörgum verkefnum fyrir dagskrá Rásar 1 og sjónvarps. Dæmi um útvarpsseríur sem Halla hefur gert eru Hyldýpi (2019), Ljósufjöll (2020), Leitin ( 2022) og Tungudalur (2024).