Samband English
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | miðvikudagurinn 23. júlí 2025

Kvartett Freysteins - Tónleikar

Kontrabassaleikarinn Freysteinn Gíslason heldur tónleik með kvartetti sínum í Edinborgarhúsinu þann 25. júlí kl. 20:30. 


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | miðvikudagurinn 23. júlí 2025

Milli þátta - Intermission

Föstudaginn 18. júlí kl. 17:00 opnar í Gallerí Slunkaríki í Edinborgarhúsinu sýningin Milli þátta // Intermission eftir listamennina Loga Leó Gunnarsson og Unu Björg Magnúsdóttur.
 

Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | miðvikudagurinn 25. júní 2025

Dead Air - Heimsfrumsýning

Heimsfrumsýning á leikverkinu Dead Air í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Glænýtt verk eftir Álfrúnu Gísladóttur. 


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | laugardagurinn 14. júní 2025

Arctic Mirage – Echo from the North

Hljóðlistamaðurinn Tristan Visser hefur heillast af söng búrhvalsins. Þessi hvalategund er þekkt fyrir spuna- og djasslíkar raddbeitingar sínar. Með þann innblástur í farteskinu, að þótt hnúfubakar séu „klassískir tónlistarmenn“ hafsins, þá séu búrhvalirnir „djasslistamenn djúpsins“, lagði Tristan upp í ferð til að fanga tónlist þeirra.


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | föstudagurinn 23. maí 2025

Gosi Á floti - útgáfutónleikar

Nýverið kom út ný breiðskífa Gosa: Á floti, bæði stafrænt og á vinyl. Að því tilefni er blásið til útgáfutónleika á uppstigningadag 29. maí, þar sem stórsveit Gosa leikur plötuna í heild sinni, og ætli það fái ekki eitthvað eldra efni að slæðast með líka.
 
Vinyll til sölu og bolir, og bara stuð og stemmari!
 
3000kr inn, selt við hurð.
 
 
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | föstudagurinn 16. maí 2025

Samtal um framtíð Edinborgarhússins

Stjórn Edinborgarhússins hefur hafið vinnu við að móta skýra stefnu fyrir Menningarmiðstöðina Edinborg til næstu ára. Við bjóðum öllum áhugasömum að taka þátt í opnum stefnumótunarfundi þar sem rætt verður um hlutverk Edinborgarhússins í samfélaginu og hvernig við viljum sjá það þróast á næstu árum.

Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | fimmtudagurinn 15. maí 2025

Tilfinningaleg staðartengsl / Emotional Topography

Velkomin á opnun sýningarinnar „Tilfinningaleg staðartengsl – Söfn fólks á Vestfjörðum“ kl. 15:00 sunnudaginn 18. maí í Bryggjusal.


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | mánudagurinn 12. maí 2025

Aðalfundur Litla leikklúbbsins

Litli leikklúbburinn boðar til aðalfundar 2025 þriðjudaginn 13. maí kl. 19:30, í Rögnvaldarsal í Edinborgarhúsinu.
 

Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | miðvikudagurinn 19. mars 2025

Púkapodcast - hlaðvarpsgerð fyrir ungmenni

Námskeið í hlaðvarpsgerð fyrir skapandi ungmenni til að læra undirstöðuatriðin í útvarps- og hlaðvarpsframleiðslu. Á námskeiðinu kynnast þátttakendur ólíkum gerðum hlaðvarpa, viðtalstækni og handritsgerð, auk þess sem þeir fá hagnýta reynslu af upptökum og klippingu. Á námskeiðinu þróa þátttakendur sínar eigin hugmyndir og vinna að stuttu innslagi með aðstoð leiðbeinenda.

Námskeið í hlaðvarpsgerð fyrir elsta stig grunnskóla (8.-10. bekk) fer fram í Edinborgarhúsinu í tengslum við Púkann barnamenningarhátíð. Námskeiðið skiptist í tvennt, dagana 31. mars og 1. apríl kl. 17:00 - 19:00 og svo 15. apríl 17:00-19:00. Þar á milli vinna krakkarnir sjálfstætt að handritsgerð og efnissöfnun.

Hámarksfjöldi þátttakenda eru 12 ungmenni. 

Skráningareyðublað.

Leiðbeinandi:
Halla Ólafsdóttir starfaði sem fréttakona á Ísafirði fyrir fréttastofu RÚV á árunum 2015-2019. Síðan þá hefur hún verið sjálfstætt starfandi dagskrárgerðarkona og meðal annars sinnt fjölmörgum verkefnum fyrir dagskrá Rásar 1 og sjónvarps. Dæmi um útvarpsseríur sem Halla hefur gert eru Hyldýpi (2019), Ljósufjöll (2020), Leitin ( 2022) og Tungudalur (2024).

 

Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | miðvikudagurinn 12. mars 2025

Fimm ljóð útgáfuhóf

Ljóðabókin Fimm ljóð kom út á dögunum og af því tilefni heldur Eiríkur Örn Norðdahl útgáfuhóf og upplestur í Bryggjusal Edinborgarhússins.
 
Hófið fer fram föstudaginn 14. mars klukkan 17.
 
Bókin verður á tilboðsverði – auk fleiri bóka höfundar.
 
Um bókina frá Forlagi:
Fimm ljóð úr smiðju verðlaunahöfundarins, Ísfirðingsins og nýhil-skáldsins Eiríks Arnar Norðdahl. Hér tekst skáldið á við nærumhverfi sitt síðustu fjörutíu ár; borgir og náttúru, sjoppur og pylsur, föðurhlutverkið og tímann.
Eldri færslur
© Edinborg Menningarmiðstöð
Merki DressUpGames