Samband English

„Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“

STUND & STAÐUR

Dags: Mánudagur 17. ágúst 2020

Margmiðlunarsýningin „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ er samsýning Landverndar og Ólafs Sveinssonar í samstarfi við Náttúruverndarsamtök Vestfjarða og Edinborgarhúsið.

Sýningin verður formlega opnuð sunnudaginn 9. ágúst (kl. 16:00 - 19:00). Hún er opin daglega og lýkur 6. september.

Aðgangur er ókeypis

Um sýninguna:
Ísland er einstakt með sinni stórbrotnu og lítt snortnu náttúru með samspili jarðhita og jökla, gljúfra og gilja, stórra fjalla og fjölmargra vatnsfalla, víðáttumikilla auðna og viðkvæms gróðurs í óbyggðum víðernum sem eiga engan sinn líka. Það eru verðmæti sem ekki verða mæld í krónum og aurum, en verða þó sífellt meiri eftir því sem þau eru látin ósnortin lengur. Átökin um þessi verðmæti hafa staðið í áratugi og mikið hefur glatast vegna stórra framkvæmda eins og orkuvinnslu.
Á þessari einstöku margmiðlunarsýningu með ljósmyndum, stuttmyndum og gagnvirkum upplýsingaskjám verður fjallað um þær náttúruperlur sem hafa glatast og gætu glatast ef haldið verður áfram á sömu braut. Hið dýrmæta en viðkvæma dýraríki landsins í samspili við fyrrnefndar náttúruperlur er einnig í kastljósi sýningarinnar. Er ekki nóg komið af eyðileggingu?

Umhverfisráðuneytið, Ferðafélag Íslands, Náttúruverndarstjóður Pálma Jónssonar og Útivist styrktu sýninguna.

Myndin af lóminum að mata unga sinn er ein af myndum sýningarinnar. Ljósmyndari er Sindri Skúlason.

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames