YPSILON GOGG í Bryggjusal Edinborgarhússins. Sýningin er opin alla daga vikunar klukkan 12:00 – 20:00. Sýningunni lýkur sunnudaginn 27. júlí.
Sýningin er fyrsti hluti af þriggja ára verkefni sem færir sig austur á bóginn til Siglufjarðar á næsta ári og endar á Seyðisfirði árið 2022.
Ypsilon gogg er samsýning Jóns Sigurpálssonar, Péturs Kristjánssonar og Örlygs Kristfinnssonar. Listamennirnir eiga það sameiginlegt að hafa staðið vaktina í starfi safna um árabil í sínum heimahögum. Myndlistarlegur bakgrunnur hefur sameinað þá í starfi og lífsafstöðu og verður þessi sýning upphafið af þriggja ára sýningaprógrammi sem hefst í Bryggjusal á Ísafirði laugardaginn 11. júlí kl. 16:00.
Þessi áfangi naut stuðnings Menningarmiðstöðvarinnar Edinborg og Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða.