Samband English

Búum til börn með Moses Hightower

STUND & STAÐUR

Dags: Laugardagur 3. október 2020

Tími: 20:00

Staður: Edinborgarsalur

Verð: 3.900

Tónleikar með hljómsveitinni Moses Hightower í Edinborgarhúsinu, laugardaginn 3. október.

Í tilefni þess að 10 ár eru liðin frá útgáfu plötunnar Búum til börn ætlar hljómsveitin Moses Hightower að halda tónleika hringinn í kringum landið, skrýdd sömu silkimjúku gestaflytjendunum og heiðruðu hana á plötunni: Óskar Guðjónsson leikur á sax, Samúel Jón Samúelsson á básúnu og Kjartan Hákonarson á trompet og flugelhorn.
 
Sannkallaðir sparitónleikar þar sem platan verður leikin í heild sinni, ásamt feikivel völdum öðrum lögum Mosesar og nokkrum glænýjum!
© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames