Samband English

Aðalfundur Edinborgarhússins

STUND & STAÐUR

Dags: Laugardagur 9. nóvember 2019

Tími: 11:00

Staður: Rögnvaldarsalur

Aðalfundur Edinborgarhússins ehf. fyrir árið 2018 verður haldinn þann 9. nóvember 2019. Fundurinn fer fram í Rögnvaldarsal Edinborgarhússins, Aðalstræti 7 Ísafirði, og hefst kl. 11:00.

 

Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins.

 

  1. Stjórn félagsins skýrir hag félagsins og rekstur þess á árinu 2018.
  2. Efnahagsreikningur og rekstrarreikningur félagsins fyrir árið 2018 lagðir fram ásamt athugasemdum endurskoðenda eða skoðunarmanna félagsins til samþykktar.
  3. Stjórn félagsins kjörin og skoðunarmenn.
  4. Tekin skal ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap og framlög í varasjóð.  Óheimilt er að ákveða arð til eigenda.
  5. Ákvörðun skal tekin um greiðslur til stjórnar- og skoðunarmanna fyrir störf þeirra á starfsárinu
  6. Breyting á skipulagi menningarmiðstöðvarinnar í Edinborg
  7. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.

 

26. október, 2019.

Stjórn Edinborgarhússins

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames